NEVZA mótiđ í blaki undir 19 ára landsliđa

Blak
NEVZA mótiđ í blaki undir 19 ára landsliđa
Á myndina vantar: Guđmund Haralds. Erlu Rán Eiríksd, Jónu Vigfúsd, Kristínu Ţórhallsd og Unu Heimisdóttur.

NEVZA mótið í blaki undir 19 ára (U19) landsliða verður haldið á Akureyri dagana 5.-7. september næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið hér á landi. Blaksamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins í samstarfi við Blakdeild KA.

 

NEVZA (Northern European Volleyball Zonal Association) var stofnað árið 2003 og tók við framkvæmd Norðurlandamóta ungmenna í blaki sem haldin hafa verið á hverju ári um áratugaskeið. Nafni samtakanna var breytt m.a. til að hægt væri að bjóða þjóðum eins og Englandi að taka þátt í mótahaldinu. Þjóðirnar sem nú eru í NEVZA eru Danmörk, Færeyjar, Finnland, Grænland, Ísland, Noregur og Svíþjóð en England hefur ekki enn fengið inngöngu frá FIVB en taka engu að síður þátt í mótum. NEVZA sambandið er undir hatti Evrópublaksambandsins (CEV) og Alþjóðablaksambandsins (FIVB).

Keppendur á mótinu verða um 120 talsins frá 6 þjóðlöndum en leikið verður bæði í karla og kvennaflokki. Karlaliðin eru 5 talsins: Danmörk, Ísland, Noregur, England og Svíþjóð. Kvennaliðin eru einnig 5: Danmörk, Færeyjar Ísland, Noregur, og Svíþjóð. Leiknir verða 20 leikir á 3 dögum og fara leikirnir fram í KA heimilinu á Akureyri (kvennaflokkur) og í Íþróttahöllinni (karlaflokkur). Upplýsingavefur mótsins verðurwww.blak.isen þar má fylgjast með framgangi leikja jafnóðum og þeir fara fram, skoða upplýsingar um liðin og úrslit leikja.

 

 

 

Sigurður Arnar Ólafsson sem er mótsstjóri og jafnframt formaður Blakdeildar KA segir undirbúning mótsins hafa gengið vel. „Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningnum en nú er þetta allt að smella. Fyrirtæki hér á Akureyri hafa tekið okkur mjög vel og má þar nefna KEA, Goða, Iceland Air að ógleymdum Akureyrarbæ sem hafa stutt veglega við verkefnið. Í næstu viku verður sett upp sérhannað blakgólf í Íþróttahöllinni en í KA heimilinu höfum við fyrir sérmerktan blakvöll þannig að þetta verður hið glæsilegasta mót. Keppendur og dómarar gista á Heimavist MA sem er aðeins steinsnar frá Íþróttahöllinni og örstutt frá KA-heimilinu en það eru einmitt stuttar fjarlægðir, góð íþróttaðstaða og hagstæðir gistimöguleikar sem gera Akureyri að mjög hentugum stað fyrir mótahald sem þetta“, segir Sigurður Arnar.

Óskar Hauksson stjórnarmaður BLÍ og formaður U19 landsliðanna er sáttur við undirbúning liðanna. „Íslensku liðin hafa bæði æft vel í sumar undir stjórn þjálfara sinna. Marek Bernat, sem hefur jafnframt þjálfað KA í 2 ár, hefur stýrt U19 karla en það lið fór í æfingaferð til Portúgal í júlí og spilaði 5 landsleiki við Portúgali. Í ágúst hefur liðið hist um nánast hverja helgi, til skiptist á Akureyri og í Reykjavík. Strákarnir eiga því að vera vel undirbúnir fyrir mótið“, segir Óskar Hauksson.

Ekki gleyma að oft er mikill aðstöðumunur á milli landa hvað undirbúning varðar. „Flestar þjóðirnar sem við berum okkur saman við reka sérstaka blakframhaldsskóla þar sem bestu leikmenn þjóðarinnar æfa tvisvar á dag samhliða framahaldsnámi. Þetta höfum við varla getað keppt við en þó hillir undir blakskóla hér á Íslandi og t.d. mun einn slíkur fara af stað á Akureyri um næstu áramót“, segir Óskar.

Magnús Aðalsteinsson er þjálfari U19 kvenna en hann er jafnframt þjálfari kvennaliðs Tromsö Volley í Noregi. Landsliðsstelpurnar hafa æft mjög vel í sumar þó alltaf megi gera betur. „Liðið æfði í Neskaupstað og á Akureyri í júlí og síðan hittist liðið tvisvar sinnum í Reykjavík í ágúst. Ekki tókst að fara með liðið erlendis að þessu sinni m.a. vegna þess að nokkrir leikmanna liðsins eru að spila líka með A-landsliðinu og tóku þátt í krefjandi verkefnum þar í vor og sumar. Álagið á þær stelpur hefur verið mjög mikið. Bæði kvenna- og karlalandsliðin stefna að sjálfsögðu hátt á heimavelli enda í fyrsta skipti sem mótið er haldið hér á Íslandi. Við vonum það besta en er ekki best að halda væntingunum í hófi - það gefst oftast best“, segir Óskar Hauksson að lokum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is