Sigur á Íslandsmeisturunum í fyrsta leik

Blak
KA vann Íslandsmeistara Þróttar frá Reykjavík 3-1 (25-17, 25-25, 27-29, 25-22) í fyrstu deild karla fyrsta leik sínum á þessu leiktímabili.

Fyrsta hrinan var góð hjá KA liðinu og Þróttur átti fá svör við öflugum sóknarleik KA liðsins sem vann hrinuna örugglega 25-17.  KA slakaði töluvert á leik sínum í annarri hrinu og Þróttur komst meira inn í leikinn.  KA tók sig þó á í lok hrinunnar og kláraði hana 25-22.  Áfram bar á einbeitingarleysi hjá KA liðinu í þriðju hrinunni og hugsanlega sagði nú erfitt ferðalag fyrir leikinn til sín. Það vantaði ákveðni í leik liðsins og tölvert var um mistök í móttöku og uppgjöfum.  Hart var barist í lok hrinnuar og áttu bæði liðin möguleika á að vinna hana.  Það fór þó svo að Þróttarar voru sterkari og unnu 29-27 eftir mikinn barning.  KA menn tóku sig saman í andlitinu í fjórðu hrinu og með góðri baráttu unnu þeir hana 25-22 og leikinn þar með 3-1.

 

 

Nýr leikmaður KA hinn 16 ára gamli og efnilegi Jóhann Eiríksson spilaði sinn fyrsta leik og stóð sig með sóma.  Hann stóð sig vel í móttökunni og spilaði af öryggi í sókninni þó hann væri ekki mikið að skora stig.  Annar leikmaður sem ekki hefur fengið mörg tækifæri með liðinu Daníel Sveinsson var einnig að standa sig vel.  Hann blokkaði ágætlega, stöðvaði þannig margar sóknir Þróttara.  Í uppgjöfunum gerði hann vart mistök og áttu Þróttarar í nokkrum vandræðum með góðar flotuppgjafir hans.  Filip átti góðar uppgjafir og samvinna hans og Valgeirs var til fyrirmyndar í miðjusókninni. Piotr hefur oft fundið sig betur á vellinum en í þessum leik og gerði töluvert af mistökum t.d. yfirstig úr afturlínu.  Hann var engu að síður stigahæstur KA manna með 13 stig. Himari gekk ekki nógu vel í móttöku en skilaði sínu í sókninni og var annar stigahæstur KA manna með 12 stig. Árni Björnsson spilaði frelsingja eins og hann hefur oftast gert undanfarin ár og stóð sig prýðlega en hefði að á stundum mátt vera ákveðnari í móttökunni.  Í liði Þróttar var Michael Overhage stigahæstur með 14 stig en Aron Bjarnason og Quentin Cucuel voru með 12 stig fyrir Þrótt.

 

 

 

Í heildina virtist KA liðið koma nokkuð þreytt til leiks enda búið að vera á ferðinni í 7 tíma fyrr um daginn með tveggja tíma stoppi í Borgarnesi. Um tíma var óvíst hvort liðið kæmist yfir höfuð í leikinn enda aftaka veður á suðvestan verðu landinu fram eftir degi á föstudag.  Heilt yfir má KA þó vel við una enda 2 nýir óreyndir leikmenn að spila sína fyrstu leiki í 1. deild sem lykilmenn liðins, þeir Jóhann Eiríksson og Daniels Sveinsson.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is