Skiptir sagan og baklandiđ máli?

Blak
Skiptir sagan og baklandiđ máli?
M.fl. Blakdeildar KA og 20 Íslandsmeistarar frá 1989
Geta yngri leikmenn sótt sér styrk til þeirra eldri - skiptir sagan og bakgrunnur félaga máli.  Af hverju eru gamalgróin íþróttafélög oftast öflugri en þau ungu?  Þetta eru spurningar stundum heyrast í tengslum við íþróttafélög, á afmælum og hátíðlegum stundum.  Um helgina var eitt slíkt afmæli og.....

 

.......undirritaður er sannfærður um að í leik KA og Þróttar Reykjavík þá vógu þessir hlutir þungt á vogarskálunum. Leikurinn var óvenjulegur - vantaði hálft byrjunarliðið - tveir leikmenn KA veikir, einn hættur, aðrir tveir hálfveikir. KA menn fengu nokkra sína öflugustu öldunga til stuðnings: Davíð Búa, Kristján Val, Arnar J. og Val Traustason. Síðast en ekki síst voru mættir til að hvetja KA liðið 9 úr hópi 20 ára Íslandsmeistara Blakdeildar KA frá 1989 ásamt fjölmörgum dyggum stuðningsmönnum Blakdeildar KA. Þróttarar sem voru stiglausir í deildinni fyrir þennan leik, bröðust af miklum móð og sýndu frábæran leik á köflum og líklega sinn besta í vetur, staðráðnir í að ná sér í sín fyrstu stig. KA menn voru í strögli lengi vel í þessum leik, enda með gjörbreytt lið en þegar áhorfendur tóku við sér og fóru að hvetja fann maður hvernig KA liðið styrktist smá saman. Eftir ströglu í fyrstu 3 hrinunum náði KA liðið sér á flottan snúning vann síðustu tvær hrinurnar af miklu öryggi.

Allir leikmenn KA stóðu sig vel í þessum leik, allir lögðu sitt af mörkum, en Það engin hefi í mínum huga að kaflaskipti urðu í leiknum þegar áhorfendur fóru að láta til sín taka - þarna skipti baklandið, sagan og dyggir stuðningsmenn KA lykilmáli.  

Það verður svo spennandi að sjá hvað KA liðið gerir svo um næstu helgi 28. - 29. nóv. á bikarmótinu sem fram fer í Fylkishöllinni  þegar ungu strákarnir fá að spreyta sig án stuðnings frá "gömlu" mönnunum.

Við þökkum áhorfendum kærlega fyrir stuðninginn og 20 ára Íslandsmeisturum kærlega fyrir komuna og frábæran dag.

Til ykkar í 20 ára hópnum - við sjáumst vonandi allir aftur að tveimur árum liðunum en KA vann tvöfallt bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn árið 1991.  Þá reynum við að ná öllum hópnum frá báðum árunum saman -  Ho Xiao Fei líka ;).   Hér eru nokkrar myndir teknar um helgina.

Sigurður Arnar Ólafsson

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is