Sorgleg afstađa RÚV

Blak
Þá liggur það fyrir að Rúv mun ekki sýna bikarúrslitaleikina. Í staðinn ætla þeir að sýna æfingaleik í fótbolta milli Íslands og Færeyinga. Sorgleg niðurstaða að fórna hápunkti blakvertíðarinnar fyrir æfingaleik í innanhússfótabolta og lýsir vel skilningarleysi ráðmanna RÚV á virði íþrótta í landinu og því uppeldisstarfi sem þar er unnið. Er furða þó fjöldi sérsambanda hyggi á stofnun sjóvarpsstöðvar.

Blak hefur verið stundað á Íslandi síðan fyrir 1970 eða í rúm 40 ár og blakáhugamenn í landinu skipa án efa vel á anna tug þúsunda. Fjöldi erlendra leikmanna spilar með íslenskum liðum og gæði íþróttarinnar hér á landi hefur vaxið hröðum skerfum undanfarin ár. Eins og kemur fram á vef Blaksambandsins www.bli.is var fyrst haft samband við RÚV um málið í desember 2007 en leikirnir hafa verið sýndir í beinni útsendingu á annan áratug.

Við KA menn HÖRMUM þessa niðurstöðu íþróttadeildar RÚV og hvetjum starfsmenn deildarinnar til að ganga til samninga við Blaksambandið og tryggja beina útsendingu bikarleikjanna í blaki í framtíðinni svo þessi uppákoma endurtaki sig ekki.

- - -  
Að lokum hvetjum við blakáhugamenn til að fjölmenna á leikina í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Við lofum hörkuleikjum þar og frábæru blaki.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is