Stćrsta haustmót KA í árarađir

Blak
Stćrsta haustmót KA í árarađir
Liđ KA (guttar) og Hamars frá Hveragerđi. KA menn tóku gulliđ á mótinu en Hamarsmenn náđu bronsinu.

Haustmót Blakdeildar KA fór fram um liðna helgi á Akureyri. KA hefur haldið opið haustmót í nóvember í rúmlega 10 ár eða allt frá því að liðið hóf að senda lið á öldungamótin í blaki 1995. Nýliðið haustmót er eitt hið stærsta sem haldið hefur verið hjá KA en alls mættu 24 lið - 15 kvennalið og 9 karlalið. Óvenju mörg lið komu að langt að að þessu sinni en 15 liðanna voru lið utan Akureyrar, þar af 6 frá suðvesturhorninu og 1 frá Austfjörðum.

 

Við KA menn viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í mótinu kærlega fyrir komuna og vonumst auðvitað til að sjá ykkur öll að ári. Ef það er kreppan sem hefur svona jákvæð áhrif á blakiðkun í landinu þá er hún kannski ekki svo slæm eftir allt saman. ;-)

Karlaliðin spiluðu í einni deild og var keppni þar nokkuð hörð á köflum þar sem öflug lið voru á mótinu frá m.a. frá Fylki, KA og Hamri. Reyndar höfðu KA guttar mikla yfirburði á mótinu - enda sendu þeir stærsta hluta af meirstaraflokksliði sínu á mótið. Árni Björsson uppspilari 2. flokks liðs KA var veikur og því kom Filip inn í staðinn en aðrir leikmenn liðsins voru allir undir 21 árs að aldri.  Það var helst Fylkir sem stóð í KA liðinu, enda með hörku lið, en KA vann engu að síður úrslitaleikinn við þá 2-0 og hrinurnar 21-14 og 21-19. Hamar vann síðan eldra lið KA í úrslitum um bronsið 2-0 og hrinurnar 21-16 og 21-19.

Í kvennaflokki var spilað í 2 deildum. Fyrsta deildin var mjög sterk og ein sú sterkasta sem sést hefur á þessu móti. Til úrslita spiluðu lið Skauta og Eikar. Skemmst er frá því að segja að lið Skauta vann leikinn  2-0 en þetta er í fyrsta sinn sem lið Skauta vinnu mót sem þetta - til hamingju Skautakonur! Skautar unnu fyrri hrinua 21-9 og spiluðu gríðarlega vel í þeirri hrinu en Eikarkonur virtust ekki alveg klárar í slaginn og e.t.v. kom góð spilamennska Skautakvenna þeim á óvart. Skautakonur leiddu alla nánast alla seinni hrinuna en Eikar konur komust inn í leikinn með góðri baráttu og jöfnuðu 16-16. Þá náðu Skautakonur aftur forustu með nokkrum góðum sóknum og uppgjöfum og náðu að landa sætum sigri eftir mikla baráttu 21-20.

Fylkir vann Völsung í hörkuleik um brons sætið 2-0. Fyrri hrinan var æsispennandi en Fylkiskonur stóðu uppi sem sigurvegarar 21-20. Í seinni hrinunni spiluðu Fylkiskonur af miklu öryggi og unnu verðskuldað 21-17 þó Völsungskonur sýndu mörg góð tilþrif og mikla baráttu.

Í annarri deild kvenna unnu Krækjur B af nokkru öryggi með 12 stig - unnu alla sýna leiki en töpuðu þó hrinum gegn Völsungi b og Súlum frá Siglufirði. Hart var barist um annað sætið. Súlur urðu þar hlutskarpari eftir harða baráttu við Völsung b. Súlur fengu 10 stig og voru með 3 tapaðar hrinur en Völsungur var einnig með 10 stig en 4 tapaðar hrinur og varð því að láta sér linda 3 sætið.

Nánari útrslit mótsins má sjá á http://www.blak.is/  undir Haustmót KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is