Til hamingju og takk fyrir okkur

Blak

Ég vil byrja á að óska liðsmönnum karlaliðs Blakdeildar KA til hamingju með langþráðan Íslandsmeistaratitil og sömuleiðis með þann frábæra árangur að vinna alla 3 titlana sem voru í boði í ár.

KA hefur haft á að skipa mjög góðu blakliði undanfarin ár en það sem að mínu áliti gerði gæfumuninn í vetur var að liðið er orðið mun samhentara og yfirvegaðra en áður og það er fátt sem setur það út af laginu. Innkoma nokkurra eldri leikmanna gaf liðinu þann stöðuleika sem hefur vantað undanfarin ár og þar með varð til góð blanda af ungum og öflgum leikmönnum og reynsluboltum - sem sagt geysilega öflugur hópur.

Ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn undanfarin ár við það kerfjandi verkefni að halda úti öflugum meistaraflokkum í blaki hér hjá KA. Stjórnarmenn, leikmenn, styrktaraðilar, Akureyrarbær, blaköldungar, stuðningsmenn, starfsmenn KA heimilisins og aðrir velunnar takk fyrir okkur og vonandi verður þetta ár okkur öllum hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Við í Blakdeild KA eigum marga öfluga unga leikmenn í yngriflokkum félagsins sem bíða þess að vaxa úr grasi og fá tækifæri með KA liðinu og framtíð deildarinnar er því björt.

Að lokum vil ég þakka þær fjölmörgu góðu kveðjur sem félagið og undirritaður hafa fengið á undanförnum vikum hér á heimasíðunni og annarsstaðar.

 


F.h. Blakdeildar KA

 

Sigurður Arnar Ólafsson

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is