Viðburður

Blak - 20:00

Toppslagur í blakinu um helgina

Toppslagur verður í blakinu um helgina en tvö lið eru ósigruð í 1. deild karla þar sem af er keppnistímabilsins. Það eru lið KA og Þróttar Reykjavík. Um helgina mætast þessi lið í tvígang á Akureyri þar sem það skýrist hvaða lið verður á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir.

Leikirnar fara fram í KA heimilinu kl. 20:00 á föstudag og kl. 14:00 á laugardag. Þess má geta að einn öflugasti leikmaður Þróttar er fyrrum KA maður og Akureyringur en það er  Áki Ó. Thoroddsen sonur Ólafs Thoroddsen sem Akureyringar þekkja vel skólastjóra í Síðuskóla. Þróttar lögðu Íslandsmeistara Stjörnunnar 3-0 um helgina í hörkuleik. Hrinurnar fóru 25-22, 25-21 og 25-22. Þróttarar eru með marga mjög öfluga leikmenn í vetur og má þar fyrstan nefna Japanan Masayuki Takahashi (Masa) sem jafnan er stigahæsti leikmaður liðsins. Masa kom til Þróttar Reykjavíkur haustið 2007 og er 194 cm að hæð og gríðaröflugur alhliða leikmaður. Það er því ljóst að það verður hart barist í KA heimilinu um helgina og þeir sem vilja sjá blak í hæsta gæðaflokki ættu ekki láta sig vanta. 

Frétt um Þróttur Rvk - Stjarnan má sjá á http://www.volleyball.is

 

Toppslagur í blakinu um helgina
Frá síðustu viðureign KA og Þróttar Rvk. í febrúar 2008.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is