KA ungmenni stóðu sig vel á Vormóti JSÍ

Almennt | Júdó
KA ungmenni stóðu sig vel á Vormóti JSÍ
Keppendur ásamt Elviru Dragemark þjálfara.

Ungir KA menn náðu góðum árangri í bæði 18 ára 21 árs flokki um helgina í Judo en mótið var haldið í KA heimilinu. Í flokki undir 18 ára vann Margrét Matthíasdóttir til gullverðlauna í 63kg. flokki kvenna og Samir Jónsson til silfurverðlauna í -66 kg þyngdarflokki karla.

Í Undir 21 árs aldursflokki stóðu KA menn sig einnig vel. Samir, sem var búinn að keppa margar glímur í U18 ára keppti einnig í flokki undir 21 árs, þar sem hann hafnaði í 4. sæti í -66kg flokki. Vel gert Samir.
Birkir Bergsveinsson hlaut silfurverðlaun í -73 kg þyngdarflokki og Breki Adamsson með bronsverðlaun í -81 kg þyngdarflokknum. Í +100kg sýndi Snæbjörn Blischke mikla baráttu og hafnaði í 2. sæti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is