Drífa bætti eigið Íslandsmet

Lyftingar
Drífa bætti eigið Íslandsmet
Drífa á pallinum um helgina


Drífa Ríkharðsdóttir úr lyftingadeild KA keppti fyrir hönd Íslands á Reykjavík International Games um helgina. Drífa átti mjög gott mót og setti íslandsmet í hnébeygju í 57kg flokki þegar hún lyfti 135 kg. Drífa lyfti 80kg í bekkpressu og 172,5kg í réttstöðulyftu og bætti þar eigið íslandsmet um 10kg.

Hún sló því sitt eigið íslandsmet í samanlögðu með 387.5kg sem skilaði henni í annað sæti á mótinu. Með árangrinum náði hún lágmörkum fyrir HM í klassískum kraftlyftingum. Mótið fer fram í Litháen 15-23. júní í sumar.

Við óskum Drífu innilega til hamingju með árangurinn!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is