Spaðadeild leitar að badmintonþjálfara fyrir næsta vetur

Tennis og badminton

Spaðadeild KA óskar eftir að ráða badmintonþjálfara unglingaflokka fyrir veturinn 2016/2017.
Öll umgjörð hjá KA er til fyrirmyndar og mikill metnaður fyrir frekari uppbyggingu Spaðadeildar.

Starfið getur hentað mjög vel með námi, bendum í því sambandi sérstaklega á nýtt svið hjá Háskólanum á Akureyri; íþróttakjörsvið í kennaranámi.
http://www.unak.is/is/frettir/ithrottafraedi-vid-haskolann-a-akureyri

Áhugasamir vinsamlegast sendi póst á Siguróla Magna Sigurðsson siguroli@ka.is


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is