Seinni heimaleikur KA og Þróttar Nes í Mizunodeildinni fór fram í gær og sigraði KA mjög sannfærandi 3 0.Fyrsta hrinan var spennandi þar sem bæði liðin skiptust á að vera yfir. Hrinan endaði 25 19 KA mönnum í vil. KA menn höfðu yfirburði í næstu tveimur hrinum og unnu þær 25 18 og 25 11.
Stigahæstir í liði KA voru Piotr Kempisty með 19 stig og Ævarr Freyr Birgisson með 11 stig. Stigahæstir í liði Þróttara voru Valgeir Valgeirsson með 8 stig og Matthías Haraldsson einnig með 8 stig.