Fréttir

Tveir blakleikir í KA heimilinu í dag

Blaktímabilið hefst um helgina!

Blaktímabilið hefst á laugardaginn og það með tveimur hörkuleikjum í KA-Heimilinu! Dagurinn hefst klukkan 13:00 er fjórfaldir meistarar KA taka á móti Álftanesi hjá körlunum og svo klukkan 15:00 mætast kvennalið KA og Álftanes

Jóna og Ninna með U-17 til Danmerkur

KA á tvo fulltrúa í U-17 ára landsliði Íslands í blaki kvenna sem tekur þátt í NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku í næstu viku. Þetta eru þær Ninna Rún Vésteinsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið

KA Meistari Meistaranna eftir 3-0 sigur

Blaktímabilið hófst í dag þegar keppt var um titilinn Meistari Meistaranna á Húsavík. Karlalið KA vann alla þrjá stóru titlana á síðustu leiktíð og þurfti því að mæta HK sem varð í 2. sæti í öllum keppnum síðasta vetrar

Blaktímabilið hefst á Húsavík á morgun

Meistari Meistaranna í blakinu fer fram á morgun, laugardag, á Húsavík og markar þar með upphaf blaktímabilsins. Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og vann alla titlana á síðustu leiktíð og leikur því að sjálfsögðu á morgun. Strákarnir mæta liði HK en Kópavogsbúar enduðu í 2. sæti í Bikarkeppninni og fá því að mæta KA í baráttunni um fyrsta bikar tímabilsins

Æfingatafla Blakdeildar í vetur

Blakdeild KA hóf vetraræfingar sínar í vikunni og hvetjum við að sjálfsögðu alla krakka sem hafa áhuga á að prófa blak að mæta. Það er mikið og flott starf unnið hjá blakdeildinni bæði í meistaraflokki sem og yngri flokkum. Karlalið KA er núverandi Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem kvennalið KA er til alls líklegt í vetur

Alexander í landsliðinu í undankeppni EM

Íslenska karlalandsliðið í blaki hefur leik í undankeppni EM 2019 í dag þegar strákarnir sækja Slóvakíu heim. Auk Íslands og Slóvakíu eru Svartfjallaland og Moldóva í riðlinum. Fyrirfram er Slóvakía sterkasta liðið en Slóvakar hafa farið í lokakeppnina síðustu sex skipti

Úrslit á Íslandsmótinu í strandblaki (myndband)

Um helgina fór fram Íslandsmótið í strandblaki í Kjarnaskógi á Akureyri en blakdeild KA sá um umsjón mótsins. Veðrið lék við keppendur og voru aðstæður algjörlega til fyrirmyndar. KA-TV sýndi frá mótinu sem og gerði þetta skemmtilega samantektarmyndband frá úrslitaleikjunum

Íslandsmótið í strandblaki í Kjarna um helgina

Það verður líf og fjör á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi um helgina en þá fer fram Íslandsmótið í strandblaki. Aðstaðan í Kjarnaskógi er orðin einhver sú besta á landinu og verður virkilega áhugavert að fylgjast með gangi mála en Íslandsmótið er að sjálfsögðu stærsta mótið í strandblakinu ár hvert

4. stigamótið í strandblaki fór fram um helgina

Um helgina fór fram fjórða stigamótið í strandblaki og var leikið í Kjarnaskógi. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir strandblak í Kjarnaskógi og var leikið á öllum fjórum völlunum á mótinu. Keppt var í tveimur deildum bæði karla og kvennamegin og má svo sannarlega segja að mikið líf hafi verið á keppnissvæðinu