Fréttir

Útileikur gegn Fylki í kvöld

KA mætir Fylki í Fylkishöllinni klukkan 18:15 í kvöld í Mizunodeild karla í blaki. Fylkismenn eru án stiga á botni deildarinnar rétt eins og Þróttur Vogum en hafa engu að síður átt fína spretti og verður leikur dagsins án efa krefjandi fyrir strákana okkar

Stórkostlegur endurkomusigur í Mosó!

Það var heldur betur eftirvænting fyrir toppslag Aftureldingar og KA í Mizunodeild kvenna sem fór fram í kvöld. Þarna mættust liðin sem börðust um Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð auk þess sem fyrri leikur þeirra í vetur fór í oddahrinu þar sem Mosfellingar fóru með sigur af hólmi

Toppslagur í Mosfellsbænum í kvöld

Það er stórleikur framundan í Mizunodeild kvenna í blaki í kvöld er KA sækir Aftureldingu heim klukkan 20:00. Þarna mætast liðin sem börðust um Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð þar sem KA hafði á endanum betur og má búast við hörkuleik

KA tók öll stigin á Neskaupstað

KA fór austur á Neskaupstað og mætti þar liði Þróttar í Mizunodeild karla í blaki í kvöld. Bæði lið höfðu unnið sannfærandi sigra í síðustu umferð og úr varð spennandi og skemmtilegur blakleikur þar sem KA fór á endanum með sigur af hólmi

Útileikur á Neskaupstað hjá strákunum

KA sækir Þrótt Neskaupstað heim í Mizunodeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:00. Þá má búast við spennandi leik en heimamenn hafa sex stig í 3. sæti deildarinnar en KA sem hefur aðeins leikið tvo leiki í vetur er með þrjú stig

Myndaveisla frá sigri KA á Álftanes

Kvennalið KA í blaki vann góðan 3-1 sigur á Álftanesi í KA-Heimilinu í gær er liðin mættust í Mizunodeildinni. Þetta var fyrsti leikurinn í ansi langan tíma eftir Covid pásu en það kom ekki að sök og stelpurnar sýndu flottan leik sem tryggði þrjú mikilvæg stig

Heimaleikur hjá stelpunum í dag

KA tekur á móti Álftanes í Mizunodeild kvenna í blaki klukkan 15:00 í KA-Heimilinu í dag. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna eftir Covid pásuna og verður gaman að sjá hvernig liðið okkar mætir til leiks

Frábær sigur strákanna í Mosó

KA sótti Aftureldingu heim í 2. umferð Mizunodeildar karla í blaki í dag en fyrir leikinn voru heimamenn með þrjú stig en KA án stiga. Það var því smá pressa á strákunum að koma sér á blað og þeir stóðu heldur betur undir því

Blakið hefst aftur í dag að Varmá

Eftir langa pásu er loksins komið að öðrum leik karlaliðs KA í blaki er liðið sækir Aftureldingu heim að Varmá klukkan 15:00 í dag. Það má búast við hörkuleik en bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur

Mireia Orozco til liðs við KA

Kvennaliði KA í blaki hefur borist mikill liðsstyrkur en Mireia Orozco skrifaði í gær undir samning við blakdeild KA. Mireia sem er 27 ára gömul og kemur frá Spáni er gríðarlega öflugur kantsmassari og mun koma til með að styrkja okkar öfluga lið enn frekar