02.06.2023
KA/Völsungur varð Íslandsmeistari í blaki karla í flokki U16 á dögunum og kórónuðu strákarnir þar með stórkostlegan vetur en fyrr í vetur hömpuðu þeir einnig Bikarmeistaratitlinum. KA og Völsungur tefldu fram sameiginlegu liði og má heldur betur segja að samstarfið hafi verið gjöfult
25.05.2023
Töluverð umræða hefur skapast þegar vakin var athygli á því að enginn leikmaður úr kvenna liði KA væri í landsliðshóp fyrir komandi verkefni landsliðsins. Fyrst og fremst viljum við koma því á fram færi að það var okkar ákvörðun að gefa ekki kost á okkur í þetta verkefni eftir að hafa fengið boð um það
25.05.2023
Blakdeild KA býður upp á strandblaksæfingar í sumar fyrir allan aldur og er frítt að prófa í maí. Allar æfingar í skjólinu í Kjarnaskógi og hvetjum við alla sem hafa áhuga til að láta vaða og prófa
15.05.2023
Kvennalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og hampaði Íslandsmeistaratitlinum, Bikarmeistaratitlinum og Deildarmeistaratitlinum annað árið í röð auk þess sem liðið er Meistari Meistaranna. Stelpurnar kláruðu Íslandsmeistaratitilinn á föstudaginn með stórbrotnum sigri í oddahrinu í oddaleik gegn Aftureldingu
15.05.2023
Það hrannast áfram inn Íslandsmeistaratitlarnir hjá blakdeild KA en um helgina hömpuðu stelpurnar okkar í U14 titlinum en stelpurnar töpuðu ekki leik í allan vetur og því verðskuldaðir Íslandsmeistarar
14.05.2023
Blakdeild KA gerði upp frábært tímabil sitt með glæsilegu lokahófi í gær en bæði karla- og kvennalið KA lönduðu sjálfum Íslandsmeistaratitlinum í vikunni en stelpurnar urðu einnig Bikarmeistarar, Deildarmeistarar og Meistarar Meistaranna í vetur
12.05.2023
KA og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna klukkan 19:00 í KA-Heimilinu í dag. Liðin hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu og ljóst að sigurliðið í kvöld mun hampa titlinum. Nú þurfum við á ykkar stuðning að halda í stúkunni gott fólk
09.05.2023
KA gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla í kvöld með 3-1 sigri á liði Hamars en með sigrinum tryggðu strákarnir sér sigur í úrslitaeinvíginu samanlagt 3-1. KA vann þar með sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil í blaki karla og þann fyrsta frá árinu 2019
09.05.2023
KA tekur á móti Hamri í fjórða leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla kl. 19:00 í KA-Heimilinu í kvöld. KA leiðir einvígið 2-1 og tryggir sér titilinn með sigri í kvöld og alveg ljóst að við þurfum að troðfylla stúkuna og tryggja að strákarnir landi titlinum
27.04.2023
KA og Afturelding mætast í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 20:00. Vinna þarf þrjá leiki til að hampa titlinum og ljóst að gríðarlega mikilvægt er að byrja einvígið á sigri