Sigurmyndband af mögnuðu kvennaliði KA

Stórkostlegur vetur að baki! (mynd: Þórir Tryggva)
Stórkostlegur vetur að baki! (mynd: Þórir Tryggva)

Kvennalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og hampaði Íslandsmeistaratitlinum, Bikarmeistaratitlinum og Deildarmeistaratitlinum annað árið í röð auk þess sem liðið er Meistari Meistaranna. Stelpurnar kláruðu Íslandsmeistaratitilinn á föstudaginn með stórbrotnum sigri í oddahrinu í oddaleik gegn Aftureldingu.

Hér má sjá sigurmyndband er stelpurnar tryggðu sér sigur í Kjörísbikarnum en myndefnið er fengið hjá RÚV og Ágúst Stefánsson klippti efnið saman.