Auđur fékk brons á NEVZA međ U17

Blak
Auđur fékk brons á NEVZA međ U17
Mateo, Auđur, Oscar og Pétur stóđu í ströngu

Auđur Pétursdóttir var í eldlínunni međ U17 ára landsliđi Íslands í blaki sem keppti á NEVZA Evrópumóti í Ikast í Danmörku en mótinu lauk í dag ţar sem stúlknalandsliđ Íslands hampađi bronsverđlaunum eftir sigur á Englandi í lokaleik sínum.

Spilandi ţjálfari KA hann Miguel Mateo Castrillo er ţjálfari stúlknalandsliđsins og ţá er Oscar Fernandez Celiz leikmađur KA ţjálfari drengjalandsliđsins. Ţá fór fađir Auđar, Pétur Ingi Haraldsson, međ í ferđina sem liđsstjóri en hann leikur einnig blak međ öldungaliđi KA.

Auđur sem leikur í stöđu miđju hefur ţrátt fyrir ungan aldur veriđ ađ koma gríđarlega sterk inn í meistaraflokksliđ KA sem er eins og flestir ćttu ađ vita Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar eftir magnađa síđustu leiktíđ og ţá hófu stelpurnar núverandi tímabil á ţví ađ verđa Meistarar Meistaranna.

Íslensku stelpurnar léku í A-riđli ásamt Fćreyjum og Englandi. Stelpurnar enduđu í 2. sćti riđilsins eftir 3-0 sigur á Fćreyjum og 0-3 tap gegn Englendingum. Stelpurnar tryggđu sér ţar međ sćti í 8-liđa úrslitum ţar sem ţćr mćttu heimastúlkum í Danmörku.

Ţar var um hörkuleik ađ rćđa og eftir frábćra spilamennsku tókst íslenska liđinu ađ sigra 3-2 í oddahrinu og fór ţví áfram í undanúrslitin ţar sem liđ Noregs beiđ. Eftir hörkuleik voru ţađ norsku stúlkurnar sem fóru međ 1-3 sigur af hólmi og ţví leikur um bronsiđ framundan.

Í bronsleiknum mćtti Ísland liđi Englands sem hafđi unniđ 0-3 sigur í leik liđanna í riđlakeppninni en allt annađ var uppi á teningunum í dag ţar sem stelpurnar unnu ađ lokum sannfćrandi 3-0 sigur og tryggđu sér ţar međ bronsiđ.

Frábćr árangur hjá liđinu og óskum viđ ţeim Auđi og Mateo innilega til hamingju. Drengjalandsliđiđ undir stjórn Oscars endađi svo í 6. sćtinu strákamegin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is