Auður og Rakel æfðu með U17 á Húsavík

Blak
Auður og Rakel æfðu með U17 á Húsavík
Hópurinn æfði á Húsavík

Stúlknalandslið Íslands í blaki skipað leikmönnum 17 ára og yngri kom saman til æfinga á Húsavík um helgina en framundan er undankeppni fyrir Evrópumótið í desember. KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir.

Stelpurnar munu fara til Köge í Danmörku í undankeppninni og verður spennandi að fylgjast með liðinu en þetta er yngsta landsliðið í blakhreyfingunni. Tamas Kaposi er aðalþjálfari og Tamara Kaposi-Peto er aðstoðarþjálfari.

Æfingarnar tókust afskaplega vel en auk þess að æfa saman þá fór hópurinn einnig í sjóböðin og fleira skemmtilegt sem hristi hópinn vel saman. Alls voru 16 leikmenn valdir í æfingahópinn og verður gaman að sjá hvort þær Auður og Rakel verði svo valdar í lokahópinn fyrir förina til Danmerkur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is