Bein útsending frá undanúrslitaleik KA

Blak

KA og Völsungur mætast klukkan 17:00 í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í Digranesi í dag. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid veirunnar fór Bikarkeppnin ekki fram í fyrra.

Sigurliðið mætir svo annaðhvort HK eða Aftureldingu í úrslitaleik á sunnudag klukkan 13:00. Úrslitaleikurinn verður í beinni á RÚV en undanúrslitin eru í beinni á YouTube rás BLÍ og er hægt að nálgast útsendinguna frá okkar leik hér fyrir neðan:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is