Stelpurnar áttu ekki séns í grimma Þróttara

Stelpurnar í blakliði KA fengu enn einn skellinn í kvöld þegar Þróttur Neskaupstað kom í heimsókn. Þrátt fyrir slæmt tap sýndu stelpurnar að mikið er spunnið í liðið en meðalaldurinn var 15,6 ár í seinustu hrinunni. Báða reynsluboltana vantaði í lið KA og verður það að teljast bæði furðulegt og leiðinlegt að vera að spila í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil án þess að geta notað sína bestu leikmenn. KA-dömur verða nú að stefna á bronsið en um það bítast þær við Fylki. Allt stefnir í hreinan úrslitaleik um titilinn milli Þróttar og HK í lokaumferðinni. KA á tvo heimaleiki í næstu viku, gegn Fylki á þriðjudag og gegn HK á fimmtudag. Báðir leikir hefjast kl 19:30 


KA-Þróttur N    0-3   (14-25, 13-25, 5-25)

Fullur eftirvæntingar fór ég á leikinn enda höfðu þessi lið spilað frábæran leik fyrr í vetur. Því miður var slíkt ekki í boði í kvöld þar sem þrjá máttarstólpa vantaði í lið KA. Birna og Elma voru fjarri góðu gamni og Guðrún sat á bekknum. Hún kom ekkert við sögu í leiknum en söng því meira á bekknum og hélt uppi stuðinu.
Stelpurnar áttu hreinlega engan séns í vel spilandi Þróttara. Móttakan var eins og búast mátti við, með Birnu, Elmu og Guðrúnu fjarverandi en bæði Sesselja og Auður skiluðu henni nokkuð vel. Auður sá að mestu um sóknarþungann og stelpurnar á miðjunni fengu úr litlu að moða. Una reyndi að spila þær uppi en þá voru þær einfaldlega ekki viðbúnar. Einmitt það að vera ekki viðbúinn einkenndi leik liðsins og enginn var til að ráðast á boltana og taka af skarið. Þar var stór munur á liðunum en Þróttarar björguðu boltum hægri, vinstri úti um allan völl á meðan hver boltinn á fætur öðrum lak í gólfið hjá KA.
Þrátt fyrir slæman skell þá geta stelpurnar gengið uppréttar frá þessum leik. Þær eru flestar mjög reynslulitlar og hafa tímann fyrir sér. Leikmennirnir sem komu við sögu í leiknum eru fæddir 1991 (1), 1993 (4), 1994 (1) og 1995 (3). Ég fór því nokkuð glaður í bragði heim því þetta lið á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Auður Anna

9

9-0-0

0-3-2

5-2-2

9-14-3

0-0-0

2

Sesselja

3

2-0-1

1-4-1

8-5-0

9-3-2

1-3-0

5

Eva

3

3-0-0

0-1-1

0-0-0

3-4-0

0-3-1

1

Una

2

0-0-2

2-3-2

0-0-0

0-5-0

0-2-0

6

Ísey

1

0-1-0

0-2-0

0-0-0

0-3-1

1-4-2

0

Harpa

0

0-0-0

0-2-0

6-7-3

0-3-0

0-0-0

4

Alda

0

0-0-0

0-0-0

5-6-5

0-0-0

0-0-0

9

Ásta

0

0-0-0

0-1-0

1-0-0

0-7-3

0-1-0

1

Sunna

 0

 0-2-0

 0-0-0

  0-0-0

 0-0-0

 0-0-0

0