Karlalið KA í blaki varð eins og flestir vita þrefaldur meistari á nýliðnu tímabili þegar liðið hampaði Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistaratitlinum. Lokahóf Blaksambands Íslands var haldið í gær og var lið ársins tilkynnt og á KA hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn í liði ársins hjá körlunum. Þá var Filip Pawel Szewczyk valinn besti leikmaðurinn.
Lið ársins :
Kantsmassarar Quentin Moore, KA og Ævarr Freyr Birgisson, KA
Miðjumenn Gary House, HK og Mason Casner, KA
Uppspilari Filip Pawel Szewczyk, KA
Díó Miguel Mateo Castrillo, Þrótti Nes
Frelsingi Gunnar Pálmi Hannesson, KA
Við óskum strákunum til hamingju með valið og sérstaklega Filip með heiðurinn að vera valinn sá besti.