Landsliðsþjálfarar U17 liðanna hafa valið í lokahópa sem halda til Kettering á Englandi til þátttöku í NEVZA móti dagana 30. október - 2. nóvember. Þjálfari stúlknaliðsins er Miglena Apostolova en Filip Szewczyk þjálfar drengina en hann er einnig þjálfari KA. Að þessu sinni náðu fimm einstaklingar frá KA inn í liðin - 3 stúlkur og 2 drengir. Þetta eru þau Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Hildur Davíðsdóttir, Unnur Árnadóttir, Valþór Ingi Karlsson og Vigfús Jónbergsson Hjaltalín.