Flottur árangur KA á Íslandsmóti yngriflokka

Blak
Flottur árangur KA á Íslandsmóti yngriflokka
KA1 fékk silfur í keppni U14 hjá stelpunum

Um helgina fór fram Íslandsmót yngriflokka í blaki en keppt var á Neskaupstað. Keppt var í þremur aldursflokkum og tefldi KA fram liðum í öllum flokkum og sendi alls fjögur lið til keppni.


Lið KA2 í U14 flokknum sem endaði í 3. sæti

Í flokki stúlkna 14 ára og yngri átti KA tvö lið og má með sanni segja að stelpurnar hafi staðið sig frábærlega. KA1 endaði í öðru sæti og KA2 í því þriðja og ansi sterkt að bæði lið nái inn á verðlaunapall.


Lið KA í U15 flokknum sem endaði í 3. sæti

Í flokki drengja 15 ára og yngri endaði lið KA í þriðja sæti en margir af strákunum eru nýlega byrjaðir að æfa og hafa sýnt frábærar framfarir í vetur og verður áfram gaman að fylgjast með framvindu þeirra.


Lið KA í U16 flokknum sem endaði í 5. sæti

Loks endaði KA í 5. sæti í flokki stúlkna 16 ára og yngri en stelpurnar sýndu flotta kafla og geta verið stoltar af sinni framgöngu.

Það er mikil gróska í yngriflokkastarfinu hjá blakdeild KA og afar ánægjulegt að sjá bæði árangurinn sem er að nást á vellinum auk fjöldans sem er að æfa. Það er ljóst að framtíðin er björt í blakinu hjá okkur og ber að hrósa yngriflokkaráði auk okkar öflugu þjálfara þeim Paulu del Olmo, Jónu Margréti og Filip Pawel fyrir frábært starf.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is