Íþróttafélögin KA – blakdeild - og UFA (Ungmennafélag Akureyrar) hafa ákveðið að taka saman höndum og bjóða upp á íþróttaskóla í vetur fyrir krakka í 1. – 3. bekk.. Þetta er í annað sinn sem slíkt samstarf er tekið upp að starfrækja íþróttaskóla á vegum félaganna að vetri til en veturinn 2000-2001 buðu félögin upp á íþróttaskóla við frábærar undirtektir og mjög góða aðsókn.
Er þessi ákvörðun í samræmi við stefnu ÍSÍ sem hvetur til þess að íþróttafélög gefi öllum börnum upp að 9 – 10 ára aldri tækifæri til að stunda íþróttir í fjölbreyttum íþróttaskólum.
Aðalíþróttagreinar skólans verða:
· Frjálsíþróttir
· Blak
Einnig verða kynntar fleiri greinar, s. s. glíma, körfuknattleikur og sund.
Skólinn verður starfræktur frá 18. september til 14. desember. Ef undirtektir verða góðar verður hann starfræktur aftur eftir áramót frá miðjum janúar og fram í apríl.
Æfingatímar eru kl. 16:00 – 17:00 þrjá daga vikunnar á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum og fara fram í íþróttahúsinu við Laugargötu. Aðalþjálfarar verða Hilmar Sigurjónsson og Unnar Vilhjálmsson íþróttakennari. Æfingagjald fyrir áramót verður 13.000 kr. fyrir hvern iðkanda. Boðið er upp á gjaldfrítt tímabil út september.
Það er von okkar sem að íþróttaskólanum stöndum að þetta frumkvæði vindi upp á sig og að boðið verði upp
á íþróttaskóla alla daga vikunnar, og þá í samvinnu við skólagæslu, í öllum skólum á Akureyri. Okkar
draumur er að foreldrar geti greitt eitt gjald fyrir bæði gæslu og íþróttaskóla og að starfskraftar þess fólks sem að þessum
málum koma verði samnýttir. Vonandi er þessi tilraun okkar skref í þessa átt.
Fyrir hönd íþróttaskóla UFA og Blakdeildar KA.
Sigurður Arnar Ólafsson
GuðmundurVíðir Gunnlaugsson