Heimaleikir um helgina hjá báđum liđum

Blak

Blakiđ er komiđ aftur á fullt eftir landsliđspásu og leika bćđi karla- og kvennaliđ KA heimaleiki um helgina. Strákarnir spila í kvöld, föstudag, klukkan 20:15 gegn Ţrótti Fjarđabyggđ og stelpurnar svo á sunnudag einnig gegn Ţrótti Fjarđabyggđ klukkan 16:00.

Eftir ađ hafa tapađ fyrsta leik tímabilsins hafa strákarnir okkar nú unniđ tvo leiki í röđ og eru stađráđnir í ađ halda áfram flottri spilamennsku gegn Austfirđingum í kvöld. Viđ hvetjum ađ sjálfsögđu alla sem geta til ađ mćta en annars er leikurinn í beinni á KA-TV á 800 krónur.

livey.events/ka-tv

Stelpurnar okkar hafa veriđ algjörlega magnađar en ţćr töpuđu í hörkuleik gegn Aftureldingu í Mosfellsbć í vikunni í algjörum toppslag. Fram ađ leiknum höfđu stelpurnar unniđ 20 leiki í röđ hvorki meira né minn!

Í ţessari sigurgöngu vann liđiđ alla ţá titla sem í bođi eru, Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar, Deildarmeistarar og Meistarar Meistaranna. Alls unnust 60 hrinur og töpuđust ađeins 7 sem er ótrúlegur árangur!

Ţađ er alveg klárt ađ stelpurnar ćtla sér aftur á sigurbraut og ţví eina vitiđ ađ styđja ţćr í baráttunni á sunnudaginn. Rétt eins og međ leikinn hjá strákunum verđur leikurinn í beinni á KA-TV fyrir 800 krónur fyrir ţá sem ekki komast á leikinn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is