Helena best, Jóna efnilegust og Mateo besti Díó

Blak
Helena best, Jóna efnilegust og Mateo besti Díó
Helena, Mateo og Jóna eru flottir fulltrúar okkar

Blaksamband Íslands tilkynnti í dag úrvalslið ársins og á KA alls þrjá fulltrúa í liðunum. Kvennamegin var Helena Kristín Gunnarsdóttir valin á kantinn auk þess sem hún var valin besti leikmaðurinn. Jóna Margrét Arnarsdóttir var valin besti uppspilarinn auk þess að vera efnilegasti leikmaðurinn.

Karlamegin var Miguel Mateo Castrillo valinn besti Díó en hann var stigahæsti leikmaður deildarinnar í vetur. Við óskum okkar fulltrúum að sjálfsögðu til hamingju með þennan flotta árangur og hlökkum til að sjá þau aftur í baráttunni á komandi vetri.

Kvennaliðið okkar varð Deildarmeistari á nýliðnu tímabili og fær bikarinn loks afhentan á næstu dögum en enn var ein umferð eftir af Mizunodeildunum þegar tímabilið var blásið af vegna Covid-19 veirunnar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is