HK vann fyrsta leikinn hjá körlunum

Blak
HK vann fyrsta leikinn hjá körlunum
HK sá viđ strákunum í kvöld (mynd: Ţórir Tryggva)

HK tók á móti KA í fyrsta leik liđanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Ţrátt fyrir ađ KA vćri Deildarmeistari fór fyrsti leikur á heimavelli HK en nćstu tveir leikir fara svo fram í KA-Heimilinu. Ţađ er mikilvćgt ađ hefja einvígiđ af krafti og ljóst ađ mikilvćgi ţessa fyrsta leiks var mikiđ.

KA hóf leikinn af krafti og komst snemma 2-7 yfir, ţá tóku heimamenn leikhlé og gerđu nćstu fjögur stig. Mikil spenna var í leiknum en KA liđiđ náđi ađ halda forystunni og komst í 20-24. HK minnkađi í 23-24 en nćr komust ţeir ekki og KA vann fyrstu hrinuna 23-25.

Stađan orđin 0-1 en ljóst ađ bćđi liđ voru mćtt til ađ vinna enda ansi mikilvćgt ađ hefja einvígiđ á sigri. HK hóf ađra hrinu betur og tók snemma forystuna. KA tókst loksins ađ jafna í 12-12 en áfram leiddi Kópavogsliđiđ. Stađan var 24-21 undir lokin en strákarnir gerđu vel í ađ jafna í 24-24 og hrinan fór í upphćkkun. Nćstu tvö stig voru hinsvegar HK og ţeir jöfnuđu ţar međ metin í 1-1 međ 26-24 sigri.

KA gerđi fyrstu ţrjú stigin í ţriđju hrinu en HK svarađi međ nćstu fjórum. Í kjölfariđ skiptust liđin svolítiđ á ađ leiđa og var baráttan svakaleg. Eftir ađ heimamenn höfđu leitt 24-23 knúđi KA fram upphćkun og engin smá upphćkkun sem ţađ varđ. Liđin skiptust á ađ leiđa og spennan í algleymingi. Ţađ fór svo á endanum ađ ţetta féll HK megin 33-31 og HK komiđ í lykilstöđu, 2-1.

Hvort ađ ţetta tap hafi veriđ of mikiđ áfall fyrir strákana skal ég ekki segja en HK tók strax forystuna og leiddi út hrinuna. Ţađ var sama hvađ KA liđiđ reyndi, HK virtist hafa góđ svör viđ okkar leik og ţá sérstaklega í hávörninni. Á endanum unnu ţeir 25-21 sigur og leikinn ţar međ 3-1.

HK leiđir ţví einvígiđ 1-0 en nćstu leikir fara fram í KA-Heimilinu á föstudag og laugardag, vinna ţarf ţrjá leiki til ađ hampa Íslandsmeistaratitlinum og ljóst ađ KA liđiđ ţarf ađ nýta heimavöllinn ansi vel til ađ snúa stöđunni sér í vil.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is