Íslandsmót 2. og 3. flokks var haldið um síðustu helgi. Þar áttum við bæði lið í 2. og 3. flokki. Stúlkurnar í 2. flokki nældu sér í Íslandsmeistaratitilinn og eru því bæði Íslands- og bikarmeistarar þetta árið sem er frábær árangur. Í 3. flokki A-liða urðu okkar stúlkur í 4. sæti og munaði ekki miklu að þær næðu á pall en þær voru með einni fleiri taphrinu en Skellur sem urðu í 3. sæti.
Því miður náðu strákarnir ekki í lið að þessu sinni vegna meiðsla leikmanna.