KA á 4 fulltrúa í æfingahóp kvennalandsliðsins

Frábærir fulltrúar KA í hópnum
Frábærir fulltrúar KA í hópnum

Í dag var tilkynntur æfingahópur A-landsliðs kvenna í blaki sem undirbýr sig fyrir Novotel Cup í Lúxemborg dagana 3.-5. janúar næstkomandi. Ásamt Íslandi taka þátt Lúxemborg, England og Skotland. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum sem mun æfa dagana 27.-30. desember.

Þetta eru þær Gígja Guðnadóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir. Lokahópurinn fer svo út á nýársdag og óskum við stelpunum að sjálfsögðu til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.

Borja Gonzalez Vicente og Ana Maria Vidal Bouza eru þjálfarar landsliðsins.