KA-HK: 0-3 í skemmtilegum leik

KA spilaði síðasta heimaleik sinn á Íslandsmótinu í kvöld og voru meistarar HK í heimsókn. Það er skemmst frá því að segja að HK vann leikinn nokkuð sannfærandi. KA á eftir útileik gegn Fylki en sá leikur skiptir engu máli þar sem Árbæjardömur eru öruggar með þriðja sætið og KA verður í því fjórða. Sama dag munu HK og Þróttur Nes berjast um Íslandsmeistaratitilinn og nægir Þrótti að vinna tvær hrinur í leiknum til að tryggja sér titilinn.

KA-HK   0-3   (18-25, 16-25, 12-25)

KA mætti með allt sitt lið í leikinn fyrir utan Unu. Hún var að spranga um á hælaháum skóm en okkar gamla góða Natalia hljóp í skarðið og spilaði upp í leiknum. Leikurinn byrjaði mjög vel fyrir KA en smám saman seig HK framúr. KA tók góðan kipp þegar leið á hrinuna og minnkaði muninn niður í 16-18. Þá hrökk allt í baklás og slök móttaka KA skilaði HK öruggu forskoti á ný. Endaði hrinan 18-25. Önnur hrinan var nokkuð svipuð þeirri fyrstu nema hvað KA náði aldrei að ógna HK að nokkru marki. Endaði hún 16-25. Í lokahrinunni prófaði Marek nýja uppstillingu en HK stelpurnar gáfu ekki færi á sér og tóku hrinuna nokkuð létt 12-25.
HK stelpurnar spiluðu mjög vel í leiknum og stíluðu á að sækja á alla helstu veikleikana í liði KA. Móttakan í heildina var slök og þar með var sóknarleikurinn erfiður. Aðeins þrír leikmenn KA skoruðu stig í leiknum og því miður vantaði framlag frá fleirum. Sóknin varð einhæf og fyrirsjáanleg og því erfitt að berja í gegnum vörn HK. Varnarleikurinn var hins vegar mjög flottur og fór Birna þar hamförum og bjargaði hverjum boltanum á fætur öðrum. HIð unga KA-lið má vera nokkuð ánægt með uppskeruna í vetur. Bronsverðlaun í deildinni, silfur í bikarnum og fjórða sætið í úrslitakeppninni. Takk fyrir veturinn stelpur.

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Auður Anna

12

8-3-1

1-8-1

0-2-2

8-12-1

3-1-0

5

Elma

8

7-0-1

1-5-2

7-6-2

7-13-1

0-1-0

8

Birna

6

6-0-0

0-10-0

1-6-0

6-11-3

0-3-0

15

Natalia

0

0-0-0

0-4-0

0-0-0

0-0-1

0-2-0

6

Guðrún

0

0-0-0

0-0-0

1-8-2

0-3-1

0-0-0

1

Eva

0

0-0-0

0-3-0

0-0-0

0-2-1

0-1-0

2

Alda

0

0-0-0

0-2-0

3-3-4

0-2-1

0-1-0

9

Sesselja

0

0-0-0

0-0-0

5-6-1

0-0-0

0-0-0

9

Ísey

 0

 0-0-0

 0-2-0

  0-0-0

 0-0-2

 0-2-0

1

Harpa

 0

0-0-0

0-1-0

0-0-0

 0-0-0

 0-0-0

0

Ásta

0

 0-0-0

 0-1-0

0-0-0

 0-0-0

0-0-0

 0

Dýrleif

0

 0-0-0

0-0-1

 0-0-0

 0-0-0

 0-0-0

 0