KA Íslandsmeistari öldunga karla

Blak
KA Íslandsmeistari öldunga karla
Íslandsmeistaralið KA á Stuðboltanum 2022

KA hampaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki öldunga karla um nýliðna helgi og varði þar með titilinn enn eitt árið. Mikil gróska er í öldungastarfinu hjá KA en alls léku 13 lið á vegum KA á öldungamótinu sem fór fram í Kópavogi þetta árið en mótið verður haldið á Akureyri næsta ár en á öldung leika leikmenn 30 ára og eldri.

Aðallið KA mætti liði Álftanes/Stjarnan í úrslitaleik og vann þar 2-0 sigur með 16-25 og 19-25 sigrum í hrinunum tveimur. Rétt eins og undanfarin ár var KA liðið afar vel mannað en Davíð Búi Halldórsson fór þar fremstur í flokki ásamt þeim Arnari Má Sigurðssyni, Mateo Castrillo, Filip Szewczyk, Piotr Kempisty, André Collin, Mason Casner og Sebastian Sævarsson Meyer.

Krákurnar tefldu fram þremur liðum á Öldung og lék aðallið þeirra í efstu deild þar sem liðið endaði í 4. sæti. Krákurnar B enduðu í 2. sæti í 6. deild A og Krákurnar C unnu 9. deildina. Krákurnar skipa þær Alma Rún Ólafsdóttir, Anna Kristín Magnúsdóttir, Birna Baldursdóttir, Bjarney Sigurðardóttir, Brynja Möller, Dóra Sif Sigtryggsdóttir, Edda Línberg Kristjánsdóttir, Eva Dögg Ólafsdóttir, Eyrún Gígja Káradóttir, Greta Huld Mellado, Guðríður Sveinsdóttir, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Helga Guðrún Magnúsdóttir, Hrefna Dagbjartsdóttir, Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Inga Dís Sigurðardóttir, Íris Ragnarsdóttir, Katrín María Hjartardóttir, Lilja Hólm, Sigrún Björk Sigurðardóttir, Tinna Hlín Ásgeirsdóttir og Þóra Pétursdóttir.

KA '96/Úlfar léku í 4. deild karla og enduðu þar í 3. sæti með jafn margar unnar hrinur og Blakfélag Hafnarfjarðar sem endaði í 2. sæti. Liðið skipa þeir Bjarki Viðar Garðarsson, Einar Már Hólmsteinsson, Guðbergur Egill Eyjólfsson, Guðmundur Karl Atlason, Pétur Ingi Haraldsson, Ragnar Níels Steinsson, Sævar Már Guðmundsson og Þorvaldur Þorsteinsson.

Skutlur-Eik tefldu fram tveimur liðum á Öldung en aðalliðið lék í efstu deild þar sem liðið endaði í 7. sæti. Skutlur-Eik B léku hinsvegar í 6. deild B þar sem þær enduðu í 5. sæti. Andrea Eiðsdóttir, Birgitta Guðjónsdóttir, Einrún Ósk Magnúsdóttir, Friðrika Marteinsdóttir, Gerður Davíðsdóttir, Halla Sif Guðmundsdóttir, Helena Sigurðardóttir, Hrefna Brynjólfsdóttir, Indíana Hrönn Arnardóttir, Jóhanna K Kristjánsdóttir, Karen Ingimarsdóttir, Ólína Freysteinsdóttir, Ósk Jórunn Árnadóttir, Sonja Geirsdóttir og Tinna Dagbjartsdóttir léku fyrir Skutlur-Eik á mótinu.

KA-Freyjur léku í 5. deild A þar sem liðið endaði í 6. sæti en liðið skipa þær Eygló Birgisdóttir, Jórunn Bjarnadóttir, Linda Ívarsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Melkorka Elmarsdóttir, Ólöf Heiða Óskarsdóttir, Svanhildur Anna Árnadóttir og Þórunn Friðlaugsdóttir.

Splæsir tefldi fram tveimur liðum karlamegin en lið Splæsis Ekki vann 5. deild B og Splæsir varð í 2. sæti í 5. deild A. Arnar Pétursson, Ágúst Stefánsson, Benedikt Halldórsson, Bergvin Gunnarsson, Birgir Már Harðarson, Birkir Örn Pétursson, Björn Gíslason, Börkur Már Hersteinsson, Egill Heinesen, Kristinn Þórir Ingibjörnsson, Ólafur Helgi Rögnvaldsson, Þorsteinn Ólafsson, Valur Hauksson og Vilhelm Adolfsson.

Skautar A léku í 3. deild kvenna þar sem liðið endaði í 4. sæti en liðið skipa þær Anna María Ingþórsdóttir, Guðrún Hildur Guðmundsdóttir, Heiða Berglind Magnúsdóttir, Íris Baldvinsdóttir, Kristín Vilhjálmsdóttir, Kristjana Sigurgeirsdóttir og Sólveig Jónasdóttir.

Skautar B léku í 5. deild kvenna þar sem liðið endaði í 7. sæti en liðið skipa þær Edda Henný Símonardóttir, Erla Björk Helgadóttir, Ester Þorbergsdóttir, Fanney Steinsdóttir, Guðrún Rúnarsdóttir, Halla B Halldórsdóttir, Thelma Kristjánsdóttir og Þorgerður Hauksdóttir.

KA L-lið lék í 5. deild karla B og endaði liðið þar í 6. sæti. Liðið skipa þeir Ársæll Axelsson, Bergur Páss Sigurðsson, Garðar Þorsteinsson, Grétar Bragi Hallgrímsson, Hallgrímur Sigurðsson og Stefán S. Hallgrímsson.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is