KA lagði Þrótt Nes 3 2 í í fyrri heimaleik þeirra í Mizuno deild karla. Leikurinn var æsispennandi og mörg skemmtileg tilþrif glöddu augað. Heimamenn byrjuðu af krafti og höfðu sigur í fyrstu hrinu 25-17. Önnur hrina var hinsvegar kæruleysisleg hjá heimamönnum sem eltu alla hrinuna. Í stöðunni 16 24 kom góður kafli hjá KA sem lagaði stöðuna töluvert en það var um seinan og hrinan varð Þróttara 22 -25 sem og sú þriðja 18 25. Í fjórðu hrinu duttu KA menn aftur í gírinn. Eftir að hafa jafnað í 8 -8 höfðu þeir frumkvæðið og sigu framúr og unnu 25 20. Leikurinn endaði því í oddahrinu sem var KA-manna framanaf. Þróttarar höfðu þó ekki gefist upp og jöfnuðu í 11 11 og svo aftur og aftur þangað til í stöðunni 14 14. En lengra komust þeir ekki og sigur heimamanna í höfn 16 -14
Stigahæstir í liði KA voru Piotr Kempisty með 21 stig, Ævarr Freyr Birgisson með 17 og Hristyian Dimitrov með 15 stig. Hjá Þrótturum var Valgeir Valgeirsson stigahæstu með 18 stig og Matthías Haraldsson með 15.
Þórir Tryggvason var á staðnum vopnaður myndavélinni - sjá myndirnar.