KA úr leik eftir tap gegn Þrótti Rvk.

Í kvöld lék KA gegn Þrótti Rvík. í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA menn þurftu sigur til að knýja fram oddaleik á Akureyri, eftir tapið á sunnudaginn. Skemmst er frá að segja að leikurinn var æsispennandi frá fyrstu mínútu.   Skiptust liðin á að vinna og þurfti oddahrinu til að skera úr um sigur og í henni hafði
Þróttur betur.  Lokatölur urðu 3-2 fyrir Þrótt og KA menn eru úr leik í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. 

Í kvöld lék KA gegn Þrótti Rvík. í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA menn þurftu sigur til að knýja fram oddaleik á Akureyri, eftir tapið á sunnudaginn. Skemmst er frá að segja að leikurinn var æsispennandi frá fyrstu mínútu.   Skiptust liðin á að vinna og þurfti oddahrinu til að skera úr um sigur og í henni hafði Þróttur betur.  Lokatölur urðu 3-2 fyrir Þrótt og KA menn eru úr leik í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. 

Marek þjálfari KA manna var í leikbanni, eftir nokkur gul spjöld og þurfti að stýra leikmönnum sínum úr áhorfendastúkunni. Fyrsta hrina byrjaði vel og sýndu KA menn að þeir ætluðu ekki að láta seinasta leik
sitja í sér.  Þeir mættu ákveðnir til leiks og náðu upp góðu spili. Náðu þeir að stöðva Masatakahasi sem var óstöðvandi í fyrri leiknum. Davíð Búi spilaði vel og hávörnin virkaði. KA menn komust í 14-18 og héldu út hrinuna og sigruðu 23-25.  
Í annari hrinu byrjuðu Þróttarar betur og voru yfir í byrjun. KA náði að jafna í 10-10.  Þá náði Þróttur aftur góðri syrpu og komust í 20-15.  KA menn tóku sig saman og með smössum frá Davíð og Piotr og góðri hávörn hjá Kristjáni þá náði KA að jafna leikinn í 21-21. Þróttur komst í 24-22 en þá tók Piotr tvær hörkuuppgjafir sem
jöfnuðu leikinn og kom svo KA yfir 24-25 með laumu. KA tapaði næsta stigi og Þróttur tók fasta uppgjöf sem virtist lenda fyrir utan völl KA  manna.  Dómarar leiksins greindu ekki boltann og dæmdu endurtekna uppgjöf og náði Þróttur þá að innbyrða þau 2 stig sem á vantaði og vinna hrinuna 27-25.  Staðan þá orðin 2-1 fyrir KA
KA menn létu ekki tapið í annari hrinu trufla sig og tóku þriðju hrinu í sínar hendur og komust í 5-10.  Skemmst er frá að segja að þeir létu forustuna aldrei af hendi og siguðu örugglega 19-25.  Í þessari hrinu spilaði allt liðið vel og Hilmar og Piotr áttu góða spretti sem og miðjumennirinir Hafsteinn og Kristján. Í fjórðu hrinu var jafnt á öllum tölum upp í 15-15 þegar Þróttur náði þriggja stiga forystu, 18-15.  KA náði ekki að stöðva Japanann Masa auk þess sem hávörn Þróttar var sterk og stöðvaði stórskyttur KA. Innbyrti Þróttur öruggan sigur 25-19 og staðan
2-2. Í oddahrinunni byrjaði Þróttur betur og komst í 5-2. KA tók leikhlé en tókst ekki að
fylgja því eftir. Masa var sterkur og hávörn Þróttar þétt. Þróttur hafði yfir í hlfleik 8-5 og jók forskotið í 10-5 með hávörn hjá Guðjóni og miðjusmassi frá óhanni. Þróttur komst í 13-9 en KA náði að klóra í bakkann með smössum frá Hilmari og Piotr og komst í 12-14.  Piotr var í uppgjafareit og endaði uppgjöf hans í netinu. KA menn byrjuðu illa og tóku of seint við sér í oddahrinunni og Þróttur sigraði 3-2 eftir hörkuspennandi og skemmtilegan leik.

Allt annað var að sjá til KA liðsins í kvöld en á sunnudaginn.  Leikmenn KA spiluðu góðan leik sem skemmtilegt var að horfa á og mega menn vera stoltir af því.