Kvennalið KA náði góðum árangri í Brosbikarnum

Kvennalið KA
Kvennalið KA

KA sendi sitt unga kvennalið í Brosbikarkeppni BLÍ sem fram fór í Ólafsvík um helgina.  Liðið spilar í 2. deild í vetur, eins og í fyrra, og er einungis skipað leikmönnum á aldrinum 14-19 ára. Liðið stóð sig í raun frábærlega á mótinu og lagði lið HK 2-1 á föstudaginn og stóð verulega uppi í hárinu á liði Þróttar frá Neskaupstað en tapaði þó 2-1. 

Liðið átti þó litla möguleika gegn sterku liði Þróttar frá Reykjavík sem vann það örugglega 2-0. Greinilegt er að leikmönnum KA vex hratt ásmegin og áætlanir blakdeildar KA um að tefla fram liði í 1. deild næsta haust gætu vel orðið að veruleika.