Myndaveislur er bikarinn fór á loft

Blak
Myndaveislur er bikarinn fór á loft
Deildarmeistarar 2022! (mynd: Þórir Tryggva)

KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í blaki kvenna á sunnudaginn en stelpurnar hafa verið algjörlega magnaðar í vetur. Þær unnu alla leiki sína í deildinni fyrir utan einn og eru því verðskuldaðir Deildarmeistarar auk þess sem að þær urðu Bikarmeistarar helgina áður.

Það var mikil gleði í KA-Heimilinu á sunnudaginn þegar stelpurnar léku lokaleik sinn í deildarkeppninni og vannst 3-0 sigur á HK þar sem margir af yngri leikmönnum KA liðsins fengu að spreyta sig og nýtu tækifærið til hins ítrasta.

Þeir Þórir Tryggvason og Egill Bjarni Friðjónsson mynduðu sigurgleðina og bjóða til myndaveisla frá herlegheitunum hér fyrir neðan. Þökkum þeim félögum kærlega fyrir framtakið.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum og sigurgleðinni

Það er þó stutt í næstu leiki en sjálf úrslitakeppnin þar sem barist verður um Íslandsmeistaratitilinn er framundan. KA mætir þar liði Þróttar Fjarðabyggðar í undanúrslitum og er fyrsti leikur liðanna í KA-Heimilinu á Skírdag klukkan 14:00. Vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í lokaúrslitin og því mikilvægt að byrja strax af krafti!


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum og sigurgleðinni

Karlalið KA lék einnig gegn HK á sunnudeginum og strákarnir kláruðu tímabilið sitt með glæsibrag þar sem þeir unnu 3-2 sigur eftir oddahrinu. Liðin mættust einnig á laugardeginum og þá voru það gestirnir sem unnu 2-3 eftir oddahrinu og voru báðir leikir þrælskemmtilegir. Því miður þá dugðu úrslit helgarinnar ekki liðinu til að ná sæti í úrslitakeppninni og strákarnir því komnir í sumarfrí.

Egill Bjarni Friðjónsson myndaði leik strákanna á sunnudeginum og hægt að skoða myndir hans með því að smella á myndina hér fyrir neðan.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leik KA og HK karlamegin


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is