Myndir frá toppslag KA og Aftureldingar

Blak
Myndir frá toppslag KA og Aftureldingar
Flott endurkoma dugđi ekki (mynd: Ţórir Tryggva)

KA tók á móti Aftureldingu á dögunum í uppgjöri toppliđanna í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA á toppi deildarinnar og hafđi unniđ alla 10 leiki sína í vetur en Mosfellingar voru fimm stigum á eftir okkar liđi og ţurftu nauđsynlega á sigri ađ halda til ađ koma spennu í toppbaráttuna.

Ekki var byrjunin á leiknum eins og viđ KA menn hefđum viljađ en gestirnir leiddu nćr alla fyrstu hrinu og náđu sjö stiga forskoti í stöđunni 13-20. Ţá hrukku stelpurnar í gang og ţćr komust yfir í 22-21 og aftur í 23-22. En ţađ dugđi ekki og Aftureldingarliđiđ klárađi hrinuna 23-25 og leiddi ţví 0-1.

Viđ tók hrćđileg önnur hrina hjá okkar liđi og gestirnir gjörsamlega keyrđu yfir stelpurnar. Mosfellingar tóku hrinuna 10-25 og ţví komnar í lykilstöđu 0-2 yfir.

En KA liđiđ er ekki beint ţekkt fyrir ađ leggja árar í bát og stelpurnar komu sterkar til baka í ţeirri ţriđju. Eftir ađ hafa leitt nćr allan tímann var KA liđiđ í dauđafćri á ađ klára hrinuna 24-20 yfir. En Mosfellingar knúđu fram upphćkkun og í kjölfariđ kom ótrúlegur kafli ţar sem liđin sýndu frábćra takta. Ađ lokum vann KA 32-30 sigur og minnkađi muninn í 2-1.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Ţóris Tryggvasonar frá leiknum

Fjórđa hrinan spilađist svipađ og sú ţriđja, KA leiddi en aldrei voru gestirnir langt undan. En í ţetta skiptiđ tókst stelpunum ađ klára dćmiđ strax og unnu 25-19 sigur. KA liđiđ var ţar međ búiđ ađ jafna í 2-2, tryggja oddahrinu sem og tryggja sér mikilvćgt stig úr leiknum.

Mosfellingar reyndust hinsvegar sterkari í oddahrinunni og ţćr unnu hana ađ lokum frekar sannfćrandi 7-15 og unnu ţví leikinn 2-3. Vissulega svekkjandi ađ tapa leiknum en ţađ verđur ađ hrósa liđinu mikiđ fyrir ađ koma til baka úr erfiđri stöđu og fá stig útúr leiknum.

Forysta KA á toppnum er ţví fjögur stig eftir leikinn en ekki tvö eins og hefđi veriđ ef leikurinn hefđi ekki fariđ í oddahrinu. KA er ţví áfram í bílstjórasćtinu í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn en fjórar umferđir eru eftir af deildinni.

Paula del Olmo Gomez var stigahćst í liđi KA međ 20 stig, Helena Kristín Gunnarsdóttir gerđi 14, Gígja Guđnadóttir 9, Nera Mateljan 7, Sóley Karlsdóttir 5, Jóna Margrét Arnarsdóttir 2, Hulda Elma Eysteinsdóttir 2, Valdís Kapitola Ţorvarđardóttir 1, Heiđbrá Björgvinsdóttir 1 og Lovísa Rut Ađalsteinsdóttir 1 stig.

Nćsti leikur stelpnanna er á miđvikudaginn er ţćr taka á móti Álftanesi kl. 20:15 í KA-Heimilinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is