Paula og Mateo best á lokahófi blakdeildar

Blak
Paula og Mateo best á lokahófi blakdeildar
Mateo og Paula međ verđlaun sín

Blakdeild KA fagnađi glćsilegu tímabili međ lokahófi um helgina en kvennaliđ KA stóđ uppi sem ţrefaldur meistari og er ţví Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk ţess sem ađ karlaliđ KA lék til úrslita í bikarkeppninni.

Ţađ ríkti ţví eđlilega mikil gleđi á lokahófinu og eins og venja ţykir á lokahófum voru ţeir einstaklingar sem sköruđu framúr verđlaunađir. Paula del Olmo og Miguel Mateo Castrillo voru valin bestu leikmenn liđanna en rétt eins og undanfarin ár léku ţau lykilhlutverk hvort sem litiđ er til sóknar eđa varnar og eru ţau vel ađ heiđrinum komin.

Sölvi Páll Sigurgeirsson og Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir fengu verđlaun fyrir mestu framfarir. Hrafnhildur Ásta kom gríđarlega sterk inn í miđjustöđuna eftir ađ Gígja Guđnadóttir meiddist út tímabiliđ og ţá lék Sölvi bćđi stórt hlutverk í KA og KA B en KA B varđ Deildarmeistari í 1. deild í vetur.

Gígja Guđnadóttir og Draupnir Jarl Kristjánsson voru valin bestu liđsfélagarnir en bćđi eru ţau gríđarlega jákvćđ og hvetjandi liđsfélagar og eru ţví ansi vel ađ heiđrinum komin.

Ţá heiđrađi blakdeild hann Filip Pawel Szewczyk fyrir hans ómetanlega framlag til deildarinnar undanfarin ár. Filip hefur veriđ potturinn og pannan í starfi deildarinnar frá komu hans norđur fyrir 14 árum síđan og heldur betur skrifađ nafn sitt í sögu félagsins.

Miguel Mateo Castrillo og André Collin dos Santos ţjálfarar meistaraflokka kvenna og karla voru ţökkuđ góđ störf á tímabilinu en André mun yfirgefa félagiđ í sumar en hann hefur veriđ međ okkur undanfarin tvö ár og kunnum viđ honum bestu ţakkir fyrir hans framlag til KA.

Ţá ţakkađi blakdeild KA honum Ingvari Má Gíslasyni fyrrum formanni KA fyrir gott samstarf í gegnum árin auk ţess sem ađ Eiríkur S. Jóhannsson nýr formađur KA var kallađur upp og lýstu báđir ađilar yfir mikilli tilhlökkun fyrir komandi samstarfi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is