Silfur og brons í bikarkeppni yngriflokka

Blak
Silfur og brons í bikarkeppni yngriflokka
Liđ KA 1 tryggđi sér silfur í flokki U14

Bikarkeppni yngriflokka í blaki fór fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla um helgina í umsjá KA og Blaksambands Íslands. Mótshaldiđ gekk afar vel og fékk KA mikiđ hrós fyrir skipulag og utanumhald á mótinu sem var međ breyttu sniđi vegna Covid-19 veirunnar. Ţá sýndi KA-TV beint frá öllum leikjum á einum velli í KA-Heimilinu.

Í flokki stúlkna 14 ára og yngri tefldi KA fram tveimur liđum en leikiđ var í tveimur riđlum áđur en útsláttarkeppnin hófst. Liđ KA 1 endađi í 2. sćti í sínum riđli og tryggđi sér ţar međ sćti í undanúrslitum mótsins. Ţar mćttu stelpurnar liđi Völsungs sem hafđi unniđ hinn riđilinn en stelpurnar gerđu sér lítiđ fyrir og unnu leikinn 2-0 og fóru ţví í sjálfan úrslitaleikinn.

Í úrslitaleiknum lék KA viđ Ţrótt Neskaupstađ og úr varđ frábćr leikur. Fyrri hrinan fór ađ lokum í upphćkkun sem Ţróttur vann 24-26 og í kjölfariđ unnu gestirnir 17-25 sigur í annarri hrinu og tryggđu sér bikarmeistaratitilinn. Frábćr árangur hjá stelpunum okkar sem hlutu ţar međ silfurverđlaun.


KA 2 tryggđi sér 5. sćtiđ í flokki U14 ára og yngri

KA 2 stóđ einnig vel fyrir sínu en liđiđ endađi í 3. sćti í sínum riđli vann svo afar sannfćrandi sigur á HK 2 sem kom liđinu í leikinn um 5. sćtiđ. Ţar léku stelpurnar gegn Ţrótti Reykjavík en eftir ađ Ţróttur hafđi unniđ fyrri hrinuna 22-25 sneru stelpurnar dćminu viđ og unnu sannfćrandi 25-17 sigur og enduđu ţví í 5. sćtinu sem er einnig mjög góđur árangur.


KA tryggđi sér bronsiđ í flokki 16 ára og yngri

Í flokki stúlkna 16 ára og yngri var KA međ eitt liđ en ţar var óhefđbundiđ fyrirkomulag á bikarkeppninni en sex liđ léku í deildarkeppni ţar sem allir léku viđ alla. Mótiđ byrjađi á erfiđum leikjum gegn Ţrótti Reykjavík og HK sem enduđu í efstu tveimur sćtunum en stelpurnar létu ţađ ekki á sig fá og svöruđu af krafti í nćstu leikjum sem tryggđi liđinu á endanum bronsverđlaun.

Ţá var KA međ eitt liđ í flokki drengja 15 ára og yngri en strákarnir eru flestir nýlega byrjađir ađ ćfa blak og endađi liđiđ í neđsta sćti. Ţó vissulega sé svekkjandi ađ enda í neđsta sćti sýndu strákarnir flotta takta og voru ansi óheppnir ađ taka ekki stig á mótinu. Ţađ eru ţví klárlega jákvćđir punktar sem er hćgt ađ byggja á í nćstu mótum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is