Stelpurnar í U17 sóttu gull til Danmerkur

Blak

Amelía Ýr Sigurđardóttir og liđsfélagar hennar í U17 ára landsliđi Íslands í blaki gerđu sér lítiđ fyrir og sóttu gull á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Á mótinu léku auk Íslands liđ Danmerkur, Noregs og Fćreyja.

Liđiđ tapađi fyrsta leik sínum á mótinu 0-3 gegn sterku liđi Danmerkur, 25-18, 25-21 og 25-17. En stelpurnar svöruđu heldur betur fyrir sig í kjölfariđ, fyrst vannst 3-1 sigur á liđi Fćreyja 25-11, 17-25, 25-18 og 25-16 og ţví ljóst ađ lokaleikur riđilsins gegn Noregi myndi skera úr um hvort liđiđ myndi mćta heimastúlkum í úrslitaleiknum.

Noregur hafđi tapađ í oddahrinu gegn Dönum og var ţví međ 4 stig fyrir leikinn en Ísland međ 3. En stelpurnar sýndu frábćran leik og fóru međ afar sannfćrandi 3-0 sigur af hólmi ţar sem Ísland vann 25-20, 25-12 og 25-20 sigra í hrinunum ţremur og heldur betur stígandi í spilamennsku liđsins.

Úrslitaleikurinn fór svo fram í dag og ţar sýndu stelpurnar sinn besta leik til ţessa og gerđu sér lítiđ fyrir og unnu 3-0 sigur, 25-20, 25-12 og 25-19. Frábćr frammistađa hjá liđinu sem kemur ţví til baka međ gull en ţetta var fyrsta NEVZA mótiđ sem hefur veriđ haldiđ undanfarin tvö ár vegna Covid veirunnar.

Viđ óskum Amelíu og liđsfélögum hennar innilega til hamingju međ ţennan frábćra árangur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is