Topplið KA sækir Álftanes heim í dag

Blak

KA sækir Álftanes heim í Mizunodeild kvenna í blaki klukkan 16:00 í dag. Stelpurnar eru ósigraðar á toppi deildarinnar eftir fyrstu sex leiki vetrarins en þurfa nauðsynlega að viðhalda því í harðri baráttu sinni gegn Aftureldingu um Deildarmeistaratitilinn.

Álftanes er hinsvegar á botni deildarinnar með aðeins 3 stig en liðið vann öflugan sigur á HK og ljóst að stelpurnar þurfa að mæta klárar í slaginn til að sækja öll stigin í dag.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is