Síðustu tvær helgar fóru hópfimleikarnir suður og kepptu á haustmóti sem eru fyrstu mót þessa veturs.
4.flokkur gerði góða ferð til Selfoss og stóðu sig frábærlega þar, bættu sig töluvert mikið frá síðasta móti og voru deildinni til mikillar sóma.
Um síðustu helgi lögðu stúlkur úr 3., 2. og 1. flokki af stað suður til að taka þátt í Haustmótinu sem haldið var á vegum Stjörnunnar í Garðabæ. Þessar efnilegu fimleikastúlkur stóðu sig vel og sýndu frábærar framfarir í öllum flokkum.
1.flokkur sýndi sínar bestu hliðar og náði glæsilegum árangri með því að hreppa 1. sætið á fíber og 2. sætið í heildarkeppninni. Þetta er stórkostlegur árangur sem endurspeglar mikla vinnu og elju stúlknanna ásamt öflugum stuðningi frá þjálfurum og foreldrum.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með framúrskarandi frammistöðu um helgina og bíðum spennt eftir að fylgjast með frekari afrekum þeirra í framtíðinni.