Haustönn hefst 25.ágúst

Ný og spennandi fimleikaönn hefst 25.ágúst samkvæmt stundaskrá og lýkur 20.desember.
Æfingartafla haustsins er komin inn á heimasíðu, hana má finna hér en við byðjum ykkur að hafa í huga að hún er birt með fyrirvara um einhverjar breytingar.
Æfingar verða einnig settar inn á Sportabler fljótlega.

Við munum senda út æfingargjöld í næstu viku og biðjum við ykkur um að ganga frá greiðslutilhögun á þeim fyrir 22.ágúst því þá sjáum við hvort það séu laus pláss í einhverja hópa en það er þétt setið um plássin hjá okkur svo það er mjög mikilvægt að tilkynna okkur ef iðkandi ætlar ekki að vera með í vetur
Upplýsingar um greiðslur, greiðsluskilmála og verðskrá má finna á heimasíðu okkar hér 

Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að senda póst fimleikar@ka.is 

 

Hlökkum til að byrja aftur eftir langt og gott sumarfrí !