Fimleikadeild KA vill vekja athygli á því að keppt verður í fimleikum á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina.
Keppnin felst í því að lið undirbúa og æfa atriði heima fyrir sem er 30 sekúndur til 4 mínútur að lengd. Liðin eru dæmd út frá framkvæmd, samhæfingu, erfiðleikastigi, líkamsbeitingu og heildarsamsetningu atriðis.
Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og eiga skemmtilega helgi í fimleikaanda!
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu UMFÍ:
👉 umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/keppnisgreinar/fimleikar