Umsjónarmaður í afmæli

Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða umsjónarmann yfir afmælum sem haldin eru í sal deildarinnar á sunnudögum. Vinnu fyrirkomulagið er annar hver sunnudagur frá klukkan 13:00-20:00

Helstu verkefni :

  • Taka á móti þeim sem hafa leigt salinn fyrir afmæli.

  • Fara yfir reglur og fyrirkomulag með leigutökum.

  • Fylgjast með að allt fari vel fram meðan á afmælinu stendur.

  • Sjá um þrif og tiltekt eftir afmælin.

Við leitum að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi með góða samskiptafærni og getu til að vinna sjálfstætt.

Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur, vinsamlegast sendu umsókn á fimleikar@ka.is

Við hlökkum til að heyra frá þér!