Fimleikadeild óskar eftir að ráða þjálfara!

Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara til starfa, bæði virka daga og á laugardögum, með krílahópum. Okkur vantar metnaðarfulla og jákvæða einstaklinga sem hafa gaman af að vinna með börnum.

Ef þú hefur áhuga á að verða hluti af skemmtilegu og kraftmiklu starfsumhverfi, endilega sendu umsókn ásamt ferilskrá á fim.formadur@ka.is ef þú hefur áhuga á því að þjálfa á virkum dögum.

Ef þú hefur áhuga á því að sækja um aðstoðarþjálfara starf á laugardögum með krílahópum máttu endilega senda inn umsókn hér

Við hlökkum til að heyra frá þér!