Fréttir

Myndir frá Jólahandboltanum 2012

Sú skemmtilega hefð hefur verið nokkur undanfarin ár að ýmsir kappar sem gerðu garðinn frægan með yngri flokkum KA hittast í KA heimilinu á annan í jólum og rifja upp forna takta. Það er Davíð Már Kristinsson sem hefur haft forgöngu um þennan hitting og að sjálfsögðu var mikil gleði ríkjandi þegar strákarnir komu saman í ár.

Jólakveðja unglingaráðs handboltans

Velheppnuðu jólaæfing hjá 7. og 8. flokki

Jólaæfing hjá yngstu iðkendunum í handbolta var haldin um síðustu helgi .  þar  mættu um 100 krakkar með foreldrum og systkinum og tóku vel á því bæði í leik og söng.  Þjálfarar voru með skemmtilega leiki fyrir börnin og óvæntir rauðklæddir gestir mættu á staðinn með gott í poka og tóku lagið með krökkunum.   Jólasveinarnir höfðu orð á því að krakkarnir hefðu verið einstaklega skemmtileg, stillt og prúð.

Handbolti: Jólaæfing og jólafrí

Árleg jólaæfing 8. og 7. flokks (strákar og stelpur) verður laugardaginn 15. desember kl 10-11. Þar verður farið í skemmtilega leiki og óvæntir gestir munu kíkja í heimsókn. Foreldrar og systkini eru velkomin að koma og horfa á eða taka þátt í æfingunni. Yngstu flokkarnir munu svo fara í jólafrí í samræmi við skólana í bænum. 

Bjarni Fritzson ræðir um leik dagsins og kennsludiskinn

Bjarni Fritzson, annar þjálfari Akureyrar Handboltafélags var í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 í gær þar sem hann ræddi við Hildi Jönu um leikinn, Akureyrarliðið og ekki síst segir hann frá gerð kennsludisksins Frá byrjanda til landsliðsmanns. Þá eru sýnd myndbrot af diskinum.

Leikur dagsins: Heimaleikur Akureyrar gegn Íslandsmeisturum HK

Þá er komið að síðasta tækifærinu til að sjá Akureyrarliðið á heimavelli á þessu ári. Mótherjarnir eru engir aðrir en Íslandsmeistarar HK og það er til mikils að vinna í dag. Til viðbótar hve baráttan er hörð í deildinni þá er einnig í húfi þátttökuréttur í deildarbikarkeppni efstu fjögurra liða N1 deildarinnar að aflokinni 12. umferð. Athugið að leikurinn í dag hefst klukkan 19:15, fimmtán mínútum síðar en venjulega.

Frá byrjanda til landsliðsmanns forsala 6. des í Höllinni

Nú er að koma út fyrsti kennsludiskurinn í handknattleik sem gefinn er út á Íslandi. Diskurinn nefnist Frá byrjanda til landsliðsmanns og það eru þeir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson sem hafa veg og vanda að gerð disksins en þeir hafa einnig fengið marga af okkar bestu handknattleiksmönnum í lið með sér á diskinum. Diskurinn fer í almenna sölu þann 7. desember og er að sjálfsögðu skyldueign og draumajólagjöf allra handknattleiksáhugamanna.

Guðlaugur Arnarsson leikmaður 9. umferðar N1 deildar karla

Morgunblaðið birtir í dag val sitt á úrvalsliði 9. umferðar N1-deildar karla. Líkt og í 8. umferð á Akureyri tvo fulltrúa í liðinu en það eru einmitt sömu leikmenn, þeir Bergvin Þór Gíslason sem vinstri skytta og Guðlaugur Arnarsson sem besti varnarmaðurinn og jafnframt er hann valinn leikmaður umferðarinnar.

Flott ferð suður hjá yngra ári 5. flokks kvenna

Stelpurnar í 5. flokki kvenna skelltu sér suður á föstudagsmorgunn. Fóru að vísu heldur fáliðaðar enda nokkrar sem höfðu forfallast síðustu dagana fyrir ferð en hugtakið fámennt en góðmennt átti svo sannarlega við að þessu sinni. 

4. flokkur kvenna áfram í bikarnum.

4. flokkur kvenna er kominn áfram í bikarnum efti röruggan sigur á Aftureldingu 3. Stelpurnar spiluðu frábærlega í leiknum og steig engin þeirra feilspor, nema jú kannski Berghildur Hermannsdóttir sem missteig sig illa snemma leiks. Vonandi að þau meiðsli reynist ekki of alvarleg.