25.04.2012
Það er allt undir
í Höllinni í kvöld, Akureyri þarf sigur til að knýja fram oddaleik á föstudaginn á meðan FH gerir út um einvígið
með sigri. Vikudagur ræddi við Heimi Örn Árnason, fyrirliða Akureyrar og Einar Andra Einarsson þjálfara FH um
leikinn:
24.04.2012
Hannes Pétursson sendi
okkur dágóðan slatta af myndum frá lokaumferð 5. flokks sem fram fór í KA-heimilinu, Íþróttahúsi Síðuskóla og
Íþróttahúsi Glerárskóla um helgina. Smelltu hér til að skoða
myndasafnið.
20.04.2012
Nú um helgina fer fram lokaumferð Íslandsmótsins hjá 5. flokki í handknattleik.
Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.
Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.
19.04.2012
Lokaumferð Íslandsmótsins í handbolta í 5. flokki karla og kvenna verður haldið í samvinnu Unglingaráða KA og Þórs um
helgina. Leikirnir hefjast kl. 16:00 á föstudag og leikið verður til kl. 21:20. Á laugardag verður leikið frá kl. 8:00 til kl. 20:00 og á sunnudag
frá kl. 8:00 til kl. 15:00. Alls verða leiknir 140 leikir og keppendur eru um 500 auk fjölmargra foreldra og þjálfara. Allir eru velkomnir til að sjá
handboltahetjur framtíðarinnar, en leikið verður í KA heimilinu, Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahúsi
Glerárskóla.
18.04.2012
Þann 17.04
var undirritaður samningur milli Norðlenska og KA/Þórs kvennaliðs í handbolta. Norðlenska verður á næstu árum einn
aðalstyrktaraðili liðsins og er þetta mjög mikilvægt í því starfi sem framundan er í kvennahandboltanum við að halda stelpunum okkar
í fremstu röð.
12.04.2012
Valinn hefur verið 16 manna hópur u-18 ára landsliðs karla í handbolta sem mun leika í undankeppni EM í Tyrklandi helgina 13.-15. apríl. Okkar
maður Daníel Matthíasson er í hópnum og mun vafalaust láta til sín taka í vörn og sókn.
01.04.2012
Valur hafði betur gegn KA/Þór, 30-22, í lokaumferð N1-deildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag og tryggði sér þar með
deildarmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Valur lýkur deildarkeppninni með 30 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Fram sem varð
í öðru sæti.
30.03.2012
Þá er komið að lokaleiknum í N1 deild kvenna þegar KA/Þór tekur á móti stórliði Vals. Með sigri á
KA/Þór möguleika á að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn. Valsmenn geta hins vegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri.
Komið og sjáið spennandi lokaleik deildarkeppninnar í vetur. Aðgangur ókeypis.
25.03.2012
Það er mikið undir í leik Gróttu og KA/Þór á miðvikudaginn þegar liðin mætast á Seltjarnarnesinu. Bæði lið
eiga eftir að spila tvo leiki í deildinni þar sem Grótta er í 6. sæti með 9 stig en KA/Þór í því 7. með 8 stig.
Efstu sex liðin fara síðan í úrslitakeppnina þannig að allar líkur eru á því að sigurliðið í þessum leik
fái sæti í úrslitakeppninni.
20.03.2012
Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 21. mars klukkan 18:00.
Léttar veitingar í boði.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Allir áhugamenn um handbolta hvattir til að mæta.
Stjórnin