Fréttir

Næstu handboltaleikir í KA heimilinu

Eins og oft áður verður nóg um að vera KA heimilinu þessa vikuna og næstu helgi þannig að allir sem hafa áhuga á handbolta ættu að geta fundið sér leik til að horfa á.

Útslit leikja frá seinustu helgi hjá yngriflokkum

 Heimaleikir KA 2 - KA 1    24 - 30     4.fl. drengja yngra ár   2. deild A KA 2 - Fram   23 - 28     4.fl. drengja yngra ár   2. deild A KA - Fram 2   25 - 17     3.fl. drengja                 2. deild A KA - Fram 2   25 - 20     4.fl. drengja eldra ár    2. deild KA - Fram      20 - 23     4.fl. drengja yngra ár   2. deild A

Leikir næstu helgi og útslit seinustu helgar hjá yngri flokkum KA

5 leikir verða hjá yngri flokkum um helgina ásamt leik meistaraflokks kvenna á móti ÍR sem verður á laugardaginn kl 16:00 í KA heimilinu þannig að það er löng og spennandi handboltahelgi framundan

Heimaleikur hjá meistaraflokki KA/Þór á laugardaginn

Á laugardaginn á meistaraflokkur kvenna í KA/Þór heimaleik gegn Fjölni og hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA heimilinu. Leikurinn er í utandeildinni en þar er KA/Þór í toppbaráttunni með 12 stig eftir 7 leiki en Fjölnir er með 10 stig eftir 11 leiki. Þetta verður eiginlega fyrsti heimaleikur KA/Þór síðan 20. október því að bæði Haukar og Fylkir gáfu sína leiki þegar liðin áttu að koma hingað norður. Við hvetjum alla til að koma og styðja stelpurnar til dáða í þessum leik.

Heimaleikir hjá yngri flokkum 19. og 20. janúar

Næstkomandi helgi verða heimaleikir hjá eftirtöldum flokkum: Laugardagur kl. 18:00  KA/Þór - Fjölnir 2  4. flokkur stúlkna yngra ár (2. deild) Sunnudagur  kl. 11:00  KA/Þór - Fjölnir  3. flokkur stúlkna  (2. deild)                      kl. 12:30  KA/Þór - Stjarnan  4. flokkur stúlkna eldra ár (1. deild)                      kl. 13:30  KA/Þór - Stjarnan  4. flokkur stúlkna yngra ár (2. deild) Aðrir leikir hjá yngri flokkum eru: Föstudagur   kl. 14:30  KR - KA  3. flokkur drengja  (bikarleikur)     DHL-Höllinn                      kl. 20:00 Fylkir - KA  3. flokkur drengja (2. deild)         Fylkishöll Laugardagur kl. 13:30 Fylkir - KA  3. flokkur drengja (2. deild)         Fylkishöll

Frítt á handboltaæfingar í janúar

KRAKKAR! LANGAR YKKUR Á HM Í HANDBOLTA? Sá draumur gæti ræst ef þið æfið handbolta.  Nú býður KA öllum strákum og stelpum að mæta frítt á handboltaæfingar í janúar og prófa hvort þetta er eitthvað sem þig langar að stunda í framtíðinni og jafnvel að spila með landliðinu eða stórliði í Þýskalandi nú eða bara að vera með í skemmtilegum félagsskap og taka þátt í hressum leik. Öllum frjálst að mæta og prófa.