Fréttir

Leikur dagsins: Akureyri – Valur í úrslitakeppni 2. flokks

Handknattleikstímabilið er hreint ekki búið fyrir Akureyringa þar sem 2. flokkur Akureyri Handboltafélags heldur merkinu uppi þessa dagana. Í kvöld (mánudaginn 15. apríl) leika strákarnir gegn Val hér í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn klukkan 19:00. Það eru leikin 8 liða úrslit í 2. flokki þar sem efstu sex liðin í deildarkeppninni leiða saman hesta sína ásamt tveim efstu úr 2. deildinni.

Úrslit leikja og lokastaða á Íslandsmóti 5. flokks karla og kvenna

Nú um helgina fer fram fimmta umferð Íslandsmótsins hjá 5. flokki karla og kvenna, yngra árs í handknattleik. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst. Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA þriðjudaginn 9. apríl

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA heimilinu þriðjudaginn 9. apríl klukkan 20:30. Dagskrá :  Venjuleg aðalfundarstörf. Allir sem hafa áhuga á handbolta eru velkomnir á fundinn. Stjórnin