Leikur dagsins: Akureyri Valur í úrslitakeppni 2. flokks
15.04.2013
Handknattleikstímabilið er hreint ekki búið fyrir Akureyringa þar sem 2. flokkur Akureyri Handboltafélags heldur merkinu uppi þessa dagana. Í
kvöld (mánudaginn 15. apríl) leika strákarnir gegn Val hér í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn klukkan 19:00. Það eru
leikin 8 liða úrslit í 2. flokki þar sem efstu sex liðin í deildarkeppninni leiða saman hesta sína ásamt tveim efstu úr 2. deildinni.