Fréttir

Handboltaæfingar hefjast 2. september - æfingataflan komin

Nú er handboltavertíðin að byrja og æfingataflan komin á heimasíðuna. Æfingar munu hefjast samkvæmt tímatöflu mánudaginn 2. september. Margir foreldrar yngstu iðkendanna hafa haft samband og spurt um tímana og eru þar að hugsa um frístund í skólunum. Æfingatímar þeirra yngstu eru tilbúnir og eru þeir eftirfarandi:

Akureyri Handboltafélag á sterku móti í Þýskalandi

Akureyrar liðið tekur þessa dagana þátt í alþjóðlegu handknattleiksmóti í Þýskalandi ásamt ýmsum stórliðum Evrópu. Mótið heitir Der Handball Champions Cup og hefst í dag með tveimur leikjum í hvorum riðli. Akureyri leikur við slóvensku mestarana í RK Gorenje Valenje klukkan 19:00 að þýskum tíma sem myndi vera klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Mótið er nú haldið í 11. sinn og í sjötta sinn sem það fer fram í bænum Dessau.

Stelpurnar hefja æfingar – nýr formaður tekinn við

Kvennalið KA/Þórs hefur hafið æfingar að nýju eftir sumarfrí og hófust þær strax á þriðjudaginn. Góður gangur hefur verið á æfingunum í vikunni, sem hafa verið undir handleiðslu Gunnars Ernis Birgissonar. Gunnar er kominn í þjálfarateymi kvennaliðs KA/Þór en hann hefur verið að þjálfa hjá Val undanfarin ár. Gunnar mun þjálfa 3. fl kvenna í vetur og vera aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokk.