26.11.2014
Síðustu helgi fór 3. flokkur kvenna suður til þess að keppa tvo leiki. Á föstudeginum spiluðu þær bikarleik við Víking í 16-liða úrslitum og á sunnudeginum spiluðu þær svo við Fjölni í deildinni.
22.11.2014
4. flokkur kvenna fór suður nú um helgina. Fyrir lágu tveir leikir hjá yngra ári og tveir leikir á eldra ári.
Eldra árið spilaði á föstudegi gegn liði HK í Digranesi. Liðið var heldur vængbrotið þar sem hægri skyttan Lísbet komst ekki með í ferðina auk þess sem Arnrún markmaður var að blakast á Austurlandi. Því var öllu verra þegar miðjumaðurinn Aldís Heimisdóttir tók upp á því að ná sér í umgangspest á föstudagsmorguninn.
17.11.2014
Eldra ár 4. flokks kvenna er komið áfram eftir góðan sigur á Þrótti í KA heimilinu í gær. Leikurinn var í þokkalegu jafnvægi fyrsta korterið en heimastúlkur þó alltaf skrefinu á undan. Staðan 14-9 í hálfleik.
16.11.2014
Stelpurnar í 3. flokki kvenna hjá KA/Þór léku um helgina við Fjölni í 1. deildinni. KA/Þór voru fyrir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 4 stig í deildinni eftir fimm leiki þar sem þær unnu Gróttu í fyrsta leik tímabilsins og unnu svo Val um síðustu helgi í baráttuleik.
15.11.2014
6. flokks mót yngra ár karla og kvenna verður haldið á Akureyri helgina 14-16.nóvember n.k.
Leikið verður í KA heimilinu, Íþróttahöllinni og Síðuskóla, ekki þó allan tímann í öllum húsunum.
Hægt verður að sjá leikskipulag í íþróttahúsunum.
12.11.2014
Á morgun, fimmtudag er komið að heimaleik Akureyrar gegn HK, lærisveinum Bjarka Sigurðssonar. Þetta er leikur í 10. umferð Olís deildarinnar og hefst þar með annar hluti deildarinnar
05.11.2014
Atli hóf störf síðasta föstudag og stýrir liðinu í sínum fyrsta leik á morgun, fimmtudag í heimaleik gegn Aftureldingu.